Saga - 2008, Page 167
ingar skömmu síðar og stofnuðu í framhaldi af því Glímufélagið
Íslending 15. desember 1888. Allt bendir til að þeir félagar hafi veitt
félaginu forstöðu á hinum skamma líftíma þess.
Glímufélagið Íslendingur
Íþróttalíf Íslendinga var fábrotið á 19. öld og takmarkaðist að mestu
við þjóðaríþróttina glímu. Menn glímdu sér til hita í landlegum og
fjárleitum og til skemmtunar á mannamótum. Fyrsta glímufélag
höfuðstaðarins sem öruggar sögur fara af var Glímufélagið í
Reykjavík, sem var stofnað 11. mars 1873. Frumkvöðull þess og for -
maður fyrsta árið var Sverrir Runólfsson steinsmiður. Félagið starf -
aði af miklum þrótti í fyrstu, hélt verðlaunaglímu og hafði ársgam-
alt um 100 félagsmenn. Því hnignaði hins vegar skjótlega og þrem-
ur árum síðar var það úr sögunni.7
Næst var stofnað almennt glímufélag í Reykjavík veturinn
1888–1889 og ekki verður betur séð en að þar sé komið það félag
sem Kjartan B. Guðjónsson segir frá og vitnað er til í upphafi þess-
arar greinar. Elstu skráðu heimildir um þetta félag er lítil frétt sem
birtist í Fjallkonunni í janúar 1890 og hljóðar þannig: „Góðtemplarar
hér í bænum stofnuðu í fyrra vetur glímufélag, sem nefnir sig
„Íslending“ og lítur svo út sem það muni vekja glímurnar aftur til
lífs. Verðlaunaglímur eru ákveðnar einu sinni á ári.“8 Fyrrnefndur
stofndagur félagsins, 15. desember 1888, kemur vel heim og saman
við hina lauslegu tímasetningu fréttarinnar: „í fyrra vetur“. Félagið
efndi til verðlaunaglímu í Góðtemplarahúsinu laugardaginn 18.
maí 1889. Aðgangseyrir var seldur á 20 aura meðan húsrúm leyfði.9
Í þessari fyrstu verðlaunaglímu Íslendings sigraði Helgi Hjálmars -
son skólapiltur, annar varð Einar Þórðarson stúdent, síðar prestur,
og þriðji Friðrik Gíslason ljósmyndari.10
Árið eftir fór fram önnur kappglíma á vegum félagsins. Þar
sigraði Helgi Hjálmarsson öðru sinni, annar varð Friðrik Gíslason
ljósmyndari en þriðji Friðsteinn Jónsson, bóndi og sjómaður.11 Eftir
þetta fer ekki sögum af Glímufélaginu Íslendingi og lítur út fyrir að
goðsögnin um glímufélagið ármann 167
7 Skjöl í vörslu höfundar: Gjörðabók Glímufélagsins í Reykjavík.
8 Fjallkonan 21. jan. 1890, bls. 8.
9 Ísafold 18. maí 1889, bls. 180.
10 Kjartan B. Guðjónsson, „Ágrip af sögu glímunnar,“ bls. 156.
11 Sama heimild. — Þjskj. 1997/51–45. Viðskiptabók Einingarinnar 1887–1888.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 167