Saga - 2008, Page 169
horfnir séu „knattleikirnir, glímurnar, sund og böð og margt
fleira.“ Í lok greinarinnar var hvatt til stofnunar leikfélaga og var
þar greinilega átt við íþróttafélög.15 Ekki verður því betur séð en
glíman hafi verið útdauð í höfuðstaðnum um þetta leyti.
Í langri blaðagrein í Íslandi vorið 1897 kvað við sama tón. Rætt
var um skort á líkamsmennt og leikfimi bæjarbúa. Þörf á byggingu
leikfimishúss var talin knýjandi. Minnst var á nokkur félög bæjar-
ins sem þar gætu átt hlut að máli en ekkert þeirra var íþróttafélag.
Í lokin var sú ósk látin í ljósi að væntanlegur þjóðminningardagur
gæti orðið til að koma þessu í sómasamlegt horf.16 Þar var átt við
þjóðhátíð sem haldin var síðar um sumarið undir forystu Stúdenta -
félags Reykjavíkur.17
Það mun hafa verið á fundi Stúdentafélags Reykjavíkur 7. maí
1897 sem Bjarni Jónsson frá Vogi kom fyrst fram með þá hugmynd
að halda almennan þjóðhátíðardag „til að glæða þjóðræknistilfinn-
ingu landsmanna og samheldni með ræðuhöldum og ýmsum
skemmtunum (t.d. glímum, kapphlaupum, veðreiðum o.s.frv.).“18
Þjóðhátíðin var svo haldin 2. ágúst á Rauðarártúni og þótti takast
vel. Gengið var í skrúðgöngu að hátíðarsvæðinu við Rauðará.
Lúðra sveitir léku og íþróttir voru til skemmtunar. Börn sýndu
hlaup og fullorðnir stökk en það sem mesta athygli vakti var kapp-
glíma nokkurra týhraustra glímugarpa. Áhorfendur fjölmenntu enda
höfðu þeir ekki augum litið opinbera glímukeppni síðan 1890.19
Svo virðist að þjóðhátíðin hafi orðið til þess að glíman kom aftur
fram á sjónarsviðið.
Misjafna dóma hlutu glímurnar að þessu sinni. „Nokkrir glímdu
laglega en sumir af þeim sem þarna komu fram kunnu ekkert að
glíma, stóðu eins og jarðfastir steinar og boluðust,“ stóð í einu
Reykjavíkurblaðanna.20 Í öðru blaði var ítarleg úttekt á hátíðinni í
heild sinni og þar fengu glímurnar sinn dóm: „Við víkjandi glímun-
um þá var satt að segja ekki horfandi á þær því þær líktust meira
nautastangi og nautabolun en glímum hjá allflestum. Það er fjarska
skemmtilegt að sjá fallega glímt en hreint ekki horfandi á þegar illa
goðsögnin um glímufélagið ármann 169
15 Fjallkonan 15. okt. 1895, bls. 169–170.
16 Ísland 29. maí 1897, bls. 85.
17 Brynleifur Tobíasson, Þjóðhátíðin 1874 (Reykjavík 1958), bls. 49–62.
18 Þjóðólfur 14. maí 1897, bls. 93.
19 Fjallkonan 6. ágúst 1897, bls. 121–122. – Þjóðólfur 6. ágúst 1897, bls. 151–153.
20 Ísland 7. ágúst 1897, bls. 128.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 169