Saga - 2008, Page 170
er glímt.“21 Líklega hafa glímumenn þjóðhátíðar flestir verið æfing-
arlitlir og óvanir að koma fram. Við öðru var varla að búast þegar
bæði skorti glímufélag og kennara. Þetta var til umfjöllunar í smá -
frétt í blaðinu Íslandi 8. febrúar 1898. Þar var sagt að íþróttasýning-
ar þjóðhátíðarinnar hafi bæði verið fámennar og lélegar:
Um þetta mun meðfram vera að kenna undirbúningsleysi
og ætti þetta að vera mikið betur undirbúið næsta ár. Við
þessu má líka búast því bæði er nú leikfimiskennsla veitt hér
ókeypis í vetur og líka nýstofnað hér glímufélag. Það hefur æft
sig töluvert og tvisvar glímt „fyrir fólkið“, á laugardags- og
sunnu dagskvöldið var. Félagið heitir „Ármann“ og mun vera
heitið eftir Ármanni þeim er Ár mannssaga er frá sögð og Ár -
manns fell er við kennt. …
Fyrir fáum árum var hér glímufélag sem nefnt var „Íslend-
ingur.“ Það stofnuðu Góðtemplarar. Þá var hér í skóla séra
Helgi Hjálmarsson sem nú er prestur að Helgastöðum í Aðal-
Reykjadal. Mývetningur að kyni, glímumaður ágætur og garp-
ur hinn mesti í hvívetna. Hann bar þar af öllum öðrum og stóð
honum enginn snúning. Aðrir glímumenn voru þar helstir:
Einar Þórðarson, nú prestur í Hofteigi eystra, Friðrik ljós-
myndari Gíslason og Freysteinn [Friðsteinn] sjómaður hér í
bænum. Þar var og Pétur blikksmiður, sem gengist hefur mest
fyrir stofnun þessa nýja félags, góður glímumaður.22
Þetta var reyndar stórfrétt því hér var skýrt frá stofnun Glímu -
félagsins Ármanns á greinargóðan hátt og einnig sagt frá hinu fyrra
glímufélagi, Íslendingi. Líklegt má telja að ritstjóri blaðsins, Þor -
steinn V. Gíslason, sé höfundur fréttarinnar. Hann gekk í stúkuna
Eininguna nr. 14 sumarið 1888 og hefur því verið vel kunnugt um
stofnun Íslendings á sínum tíma.23 Þeir Helgi Hjálm ars son voru
skólabræður í Lærða skólanum og útskrifuðust báðir 1892.24
Árið 1898 stóð Stúdentafélagið aftur fyrir þjóðhátíð í Reykjavík
2. ágúst og nú voru umsagnir blaðanna um glímukeppnina talsvert
jákvæðari en árið áður:
Að flestra dómi sem vit hafa á var öll tilhögun við glímurnar
mun betri en í fyrra, og glímendur glímdu nú af meiri íþrótt en
jón m. ívarsson170
21 Reykvíkingur 1. sept. 1897, bls. 35.
22 Ísland 8. febr. 1898, bls. 23–24.
23 Þjskj. 1997/51-45. Viðverubók stúkunnar Einingin nr. 14, 1. maí 1888 –1. maí
1889.
24 Sigfús Blöndal, Endurminningar (Reykjavík 1960), bls. 260.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 170