Saga - 2008, Page 176
og að sögn Helga „stakk Pétur Jónsson þá upp á því að gefa félag-
inu nafn og kalla það Ármann.“47
Allt kemur heim og saman, nema hvað klerkurinn fór ekki rétt
með nafn félagsins enda voru liðin 50 ár frá þessum atburði. Nefnd -
ar menn virðast hafa gefið sér niðurstöðuna fyrirfram, samanber til-
lögu Þórarins, og ekki stóð á sexmenningunum að samþykkja hana.
Séra Helgi taldi að hann hefði stjórnað félaginu ásamt Pétri til árs-
ins 1893 [1894] að hann fluttist norður í land.48 Í palladómum sem
skólabræður séra Helga skrifuðu um hann þegar hann útskrifaðist
úr Lærða skólanum 1892 kveður við annan tón. Þar segir að hann
hafi stofnað tvö glímufélög meðan hann var í skóla en þau hafi
brátt farið í hundana í höndum hans.49 Þarna var væntanlega átt
við Glímufélagið Íslending og glímufélag skólans sem Helgi beitti
sér fyrir að stofnað væri 1891. Þetta styður við fyrri heimildir um
skammlífi þeirra.
Hinir fimm sem funduðu með nefndinni, Kristinn Pétursson
blikksmiður, Sveinn Árnason fiskmatsmaður, Ásgeir Gunnlaugs -
son kaupmaður og veggfóðrararnir Erlendur Erlendsson frá Mikla -
holti og Þorgrímur Jónsson í Laugarnesi staðfestu allir að hafa
stundað glímuæfingar hjá Pétri Jónssyni í Reykjavík eftir þjóð -
hátíðina 1897, sem eins og fram hefur komið var sú vítamínsprauta
sem varð til þess að Ármann var stofnaður 1898.50 Dálítið var
minnst á glímuæfingar fyrir þann tíma í skjalinu en samkvæmt
blaðafregnum frá þessum tíma var glímu þá ekki að finna í höfuð -
staðnum. Hér virðist því um að ræða glímuiðkun innan Ár manns
stofnárið 1898 og síðar.
Tveir sexmenninganna, Þorgrímur og Erlendur, fluttust til
Reykja víkur af Suðurlandi árið 1897 og komu ekkert við sögu glím-
unnar í höfuðstaðnum fyrir þann tíma. Tveir hinna, Sveinn (f. 1877)
og Ásgeir (f. 1879), voru á barnsaldri árið 1888 og Kristinn (f. 1889)
ekki einu sinni fæddur þá, svo skiljanlega koma þeir lítið við glímu-
söguna fyrr en undir aldamótin 1900. Frásögn þessara fimm manna
af sex rímar ágætlega við stofnun Ármanns 1898 og glímuiðkun
eftir það. Sá eini sem var viðstaddur stofnun Íslendings var séra
Helgi, en minnið virðist hafa brugðist honum þegar kom að nafni
jón m. ívarsson176
47 Ármannsskjalið, bls. 1. Ljósrit í vörslu höfundar.
48 Ármannsskjalið, bls. 2. Ljósrit í vörslu höfundar.
49 Heimir Þorleifsson, Saga Reykjavíkurskóla I (Reykjavík 1975), bls. 222.
50 Ármannsskjalið, fylgibréf 1.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 176