Saga - 2008, Page 182
enda eru svo allar vitrar þjóðir að vita vilja upphaf sinna lands-
byggða, eða hvers hvergi til hefjast eða kynslóðir.3
Þetta er einhvers konar málsvörn fyrir það að rita um landnám. Í
fyrsta lagi er það sagt gert til að svara útlendingum sem bregða
Íslendingum um að eiga þræla eða illmenni að forfeðrum. Hneigð
(tendens) Landnámabókar gengur líka gegn slíkum brigslum. Um
allt land eru landnámsmenn taldir komnir af konungum, jörlum og
hersum, þeir eru kynntir sem menn ágætir eða ágætir menn, göfug-
ir menn eða menn göfugir, þeir eru sagðir ættstórir og taldir kapp-
ar, jafnvel miklir kappar eða víkingar, jafnvel víkingar miklir. Auð -
vitað eru þeir taldir verðugir andstæðingar Haralds konungs hár-
fagra Noregskonungs sem áður er minnst á. Landnáma gegnir því
vel hlutverki sínu í samræmi við þessa ástæðu sem talin er til rit-
unar hennar í eftirmálanum. Í Landnámu er bæði stærilæti og ætt-
argorgeir fyrir hönd landnámsmannanna og í eftirmálanum er lögð
áhersla á að það séu „sannar kynferðir“.
Í öðru lagi er landnámaritun talin gerð til að kunna að svara
þeim mönnum sem vita vilja forn fræði eða rekja ættartölur og vísa
þeim á upphaf slíkra mála. Vissulega gegnir Landnáma vel þessu
hlutverki líka; þar er látið í veðri vaka að verið sé að segja frá upp-
hafi Íslendinga og Íslendingum og íslenskri landeign er sett upphaf
með ritinu. Það er nánar tilgreint í viðurkenningarsetningunni síð -
ustu í eftirmálanum: „enda eru svo allar vitrar þjóðir að vita vilja
upphaf sinna landsbyggða, eða hvers hvergi til hefjast eða kyn -
slóðir.“ Það er, upphaf byggða landsins og til hvers hver og einn
eða kynslóðir hefjast. Einstaklingarnir og kynslóðirnar hefjast til
ákveðinna landa og landsbyggða sem áttu sér upphaf í öndverðu
eins og tilgreint er í ritinu. Þannig virðist einlægast að skilja þenn-
an eftirmála. Það er í fullu samræmi við það sem fram kemur í rit-
inu og lýsir um leið ásetningnum að segja frá með þeim hætti sem
þar er gert.
sveinbjörn rafnsson182
3 Landnámabók. Melabók AM 106. 112. fol. (København 1921), bls. 143, sbr.
Skarðsárbók. Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá. Jakob Benediktsson gaf
út (Reykjavík 1958), bls. 157 nm. Textinn er hér færður til nútímastafsetningar.
Á tengsl eftirmálans við Ólafs sögu Tryggvasonar er bent í Sveinbjörn
Rafnsson, Sögugerð Landnámabókar, bls. 61–62, og á tengsl við Egils sögu
Skallagrímssonar í Sveinbjörn Rafnsson, „Efnisskipan og ásýnd varðveittra
Landnámugerða“, Þriðja íslenska söguþingið 18.–21. maí 2006. Ráðstefnurit (Reykja -
vík 2007), bls. 368.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 182