Saga - 2008, Síða 185
um o.s.frv. Haugsagnirnar eru auðvitað líka hluti af svona upp-
spuna sem á að tryggja eignarrétt á landi í samfélagi þar sem ritun
í viðskiptum hefur ekki tíðkast heldur munnlegar og táknrænar
athafnir í réttarlífi og réttarvitund manna. Ritun kemst ekki inn í
réttarlíf landsmanna nema smám saman á mjög löngum tíma með
kristinni ritmenningu hins suðræna latínuleturs. Einn áfangi í þeirri
þróun, raunar heldur óburðugur, er Landnámabók. Annar áfangi
sem glöggt sést til eru ákvæði Kristinréttar hins forna um skrán-
ingu máldaga kirkjueigna frá 12. öld. Þriðja áfanga má nefna þar
sem er ákvæði Jónsbókar frá 1281 um að gera skuli innsiglað bréf
fyrir öllum meiri háttar viðskiptum, þar á meðal jarðakaupum.
Ekki má þó líta framhjá því að þrátt fyrir aukna ritun í réttarlífinu
hér á landi hafa munnlegar og táknrænar réttarathafnir tíðkast,
jafnframt skriflegum skilríkjum, alveg fram á síðari aldir og þótt
fullgildar, einnig hvað varðaði jarðeignir. Margt sem lýtur að land-
eign, svo sem heimildartökur á landi, hefur um aldir haft á sér mjög
fornlegan og hefðbundinn svip og ritunar ekki ætíð verið krafist. Á
miðöldum, áður en ritun var tekin upp í réttarlífinu, var stundum
leitast við að sanna heimildir með eftirminnilegum hlutum eða
táknum í vörslu aðila. Mýmörg dæmi um þetta má finna frá ná -
granna löndunum.11 Hér á landi höfum við t.d frásagnir í Land -
námu um sverð eða ölhorn sem eiga að vera hjá tilteknum mönn -
um eða öndvegissúlur sem enn eiga að vera í húsum.
En í Landnámu er, eins og áður var getið, ekki reynt að sýna í
smáatriðum hvernig landnámin erfðust fram á daga höfunda henn-
ar. Aðalatriðið virðist vera að halda því fram að nær allt landið hafi
verið numið í öndverðu, landið hafi verið tekið til eignar af
forfeðrum þeirra sem það byggja á ritunartímanum. Svo er að sjá
sem ritið beinist gegn einhverjum sem virðist hafa rengt fullan
eignarrétt landsmanna á landinu og þar er því með endurtekning-
um hamrað á upprunalegri eignatöku landsins, landnámi þess.
Varla getur farið hjá því að sá sem þóttist geta véfengt fullan eign-
arrétt landsmanna á landinu var Noregskonungur. Dæmin voru
fyrir í Noregi og á Englandi þar sem konungar á 11. og 12. öld
gerðu tilkall til æðsta valds yfir öllu landi þegna sinna. Það var
skilið mjög jarðbundinni skilningu; Noregur var óðal Noregs kon -
ungs, England var dominium eminens, æðsta eign, Englands kon -
hvað er landnámabók? 185
11 M. T. Clanchy, From Memory to Written Record. England 1066–1307. 2. útg.
(Oxford 1993), t.d. bls. 35–43 og 253–260.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 185