Saga - 2008, Síða 186
ungs.12 Landnámabók virðist í upphafi stefnt gegn áþekku tilkalli
Noregskonungs. Það skýrir líka ýmsa drætti í ritinu sem eru upp-
runalegir. Til dæmis allan reiginginn um það hve landnámsmenn
hafi verið ágætir, göfugir og ættstórir og hve miklir andstæðingar
Noregskonungs þeir hafi verið. Stundum er reynt að leggja áherslu
á að landnámsmenn hafi ekki verið norskir. Landnámabók hefur
því verið pólitískt rit öðrum þræði í upphafi. Það skýrir ákafann að
festa þennan lagalega tilbúning (júridísku fiktion), landnám Ís -
lands, í sessi með ritinu. Menn hafa ekki sést fyrir og spunnið upp
þessa sögu um það hvernig Ísland átti að hafa verið tekið til eignar
í öndverðu. Það hefur verið samkomulag og stefna höfðingja og
land eigenda um allt Ísland á upphaflegum ritunartíma Landnámu.
Þetta virðist hafa verið einn megintilgangurinn með upphaflegri
samsetningu Landnámabókar.
Landeignarréttur á miðöldum
Í fyrri rannsóknum á Landnámu 1974 vék ég mér undan því að
reyna að skilgreina í smáatriðum hvernig eignarrétti á landi var
háttað framan af miðöldum á Íslandi. Fyrir það hlaut ég gagnrýni.13
Ég hlýt þó að sitja enn við sama heygarðshornið, heimildir leyfa
ekki ýtarlega og almenna lýsingu eða skilgreiningu í þeim efnum.
Eignarréttur er m.a. atvikabundið og sögulegt fyrirbæri í augum
sagnfræðings. Ég benti þó á ýmsar hliðstæður á Norðurlöndum í
lögum og rúnaristum og á áhrif frá meginlandinu sem birtast í yfir-
borðskenndri þekkingu Íslendinga á suðrænum rétti, bæði lénsrétti
og rómarrétti. Frekari athuganir mínar á Grágásarlögum varðandi
landeignarrétt bentu til þess að íslenskir lagamenn á 12. og 13. öld
hefðu grautað í rómverskum rétti, en vitanlega á sína miðalda-
sveinbjörn rafnsson186
12 G. Sandvik, „Statens grunn i Finnmark. Et historisk perspektiv“, Rett til og
forvaltning av land og vann i Finnmark. Bakgrunnsmateriale for Samerettsutvalget.
NOU 1993:34 (Oslo 1993), bls. 349–351.
13 A. Ja. Gurevic, „Om Landnámabók“, Historisk tidskrift (sænskt) (1974), bls.
516. Erfiðleikarnir við að túlka sagnorðið að eiga og nafnorðið eign í fornum
íslenskum lögum eru augljósir, sjá Sveinbjörn Rafnsson, Studier i
Landnámabók, bls. 134–136. Síðar hefur verið rætt um samskonar vandkvæði
varðandi forn norsk lög, og raunar einnig latnesk lagaorð á miðöldum
varðandi eign, sjá T. Iversen, „Property and Land Tenancy. Norwegian
Medieval Laws and the European Learned Law“, How Nordic are the Nordic
Medieval Laws?, ritstj. D. Tamm og H. Vogt (Copenhagen 2005), bls. 140–144.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 186