Saga - 2008, Side 188
Umfang Landnámabókar
Nær Landnámabók með landnám sín um allt land á Íslandi? Þeirri
spurningu hefur verið svarað bæði játandi og neitandi.
Sé henni svarað játandi er bent á að Landnáma felur í sér alla
fjórðunga landsins í heild sinni, frá fjórðungamörkum á hálendinu
og fram í sjó, Landnámabækur hafa allt Ísland undir. Fræðimenn
eins og Einar Arnórsson og Haraldur Matthíasson hafa talið að
landnámin í Landnámu hafi náð upp í jökla á hálendinu og að
fjórðungamörkum á alla vegu.17 Víða má sjá eða ætla að menn hafi
hugsað sér að landnám hafi náð saman að efstu vatnaskilum á
hálendi þar sem landslagi háttar svo, t.d. á Snæfellsnesi. Sá ann-
marki er þó á þessum hugmyndum að víða er ekki greint frá slík-
um mörkum svo skýrt sé í Landnámu. Engu að síður er það merki-
legt, sem allir taka eftir þegar þeir glugga í Landnámu, að reynt er
að ná yfir alla byggð í landinu og afar fáar staðfræðilegar glufur eru
í upptalningu landnámanna. Jakob Benediktsson komst skemmti-
lega að orði um þetta einkenni Landnámu þegar hann talaði um að
þar virtist gæta horror vacui, eins konar ótta við eyður eða tóma -
rúmshryllings.18 Horror vacui er forn aristótelísk hugmynd sem enn
gengur ljósum logum, m.a. í eðlisfræði og listfræði.
En spurningunni verður þó að svara neitandi. Gjörvallt Ísland
er ekki innan landnáma Landnámu, þótt nærri sé um öll byggileg
svæði á láglendi. Fyrir löngu benti ég á að í Grágásarlögum sé gert
ráð fyrir því að hér á landi séu strandsvæði þar sem „enginn maður
hefur land numið fyrir öndverðu.“19 Það er því ljóst að menn hafa
á tímum Grágásarlaga talið að landnám Landnámu næðu ekki um
allt land. Greinilegt er af lögunum að átt er við almenning þegar
talað er um land sem ekki hefur verið numið fyrir öndverðu. Í forn-
sveinbjörn rafnsson188
17 Einar Arnórsson, Árnesþing á landnáms- og söguöld (Reykjavík 1950), bls. 94.
Haraldur Matthíasson, Landið og Landnáma (Reykjavík 1982), bls. 52–53.
18 Jakob Benediktsson, „Markmið Landnámabókar — Nýjar rannsóknir“,
Lærdómslistir. Afmælisrit 20. júlí 1987 (Reykjavík 1987), bls. 189–190.
(Upphaflega í Skírni 148 (1974), bls. 214.)
19 Grágás II, 538. Grágás III, 442. Sbr. Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnámabók,
bls. 177. Til texta Grágásar í útgáfunum er vitnað með þessum hætti: Grágás
Ia-b = Grágás Islændernes Lovbog i Fristatens tid, udg. efter der kgl. Bibliotheks
Haandskrift … udg. V. Finsen (Kjøbenhavn 1852). Grágás II = Grágás efter det
Arnamagnæanske Haandskrift Nr. 334 fol., Staðarhólsbók … udg. V. Finsen
(Kjøbenhavn 1879). Grágás III = Grágás: Stykker som findes i det Arnamagnæanske
Haandskrift Nr. 351 fol., Skálholtsbók… udg. V. Finsen (Kjøbenhavn 1883).
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 188