Saga - 2008, Page 189
um frásagnaheimildum greinir frá almenningum á Íslandi. Í Íslend-
ingabók Ara fróða segir frá því hvernig almenningur varð til við
Þingvelli af sektarfé Þóris kroppinskeggja og í Landnámu er sagt
frá því að Björn þræll Geirmundar á Hornströndum varð sekur um
sauðatöku, „af hans sektarfé urðu almenningar.“20 En hvað var
almenningur samkvæmt fornum lögum? Í Grágás segir: „Það er
almenningur er fjórðungsmenn eiga allir saman.“21 Með fjórðungs-
mönnum er átt við landeigendur innan fjórðungs. Það er ljóst að
samkvæmt þessum lögum virðist almenningur talinn eign allra
fjórðungsmanna, þó að hverjum og einum sé heimilt að nýta þar
veiði, við og beit að vild eftir sérstökum ákvæðum til að forðast
mannvíg og illindi.
Í ljósi þessara heimilda og lagaákvæða verður að taka undir það
sjónarmið að Landnámabók nái yfir allt land. Það sem ekki var
innan landnáma Landnámabókar hefur verið talið almenningur í
eigu fjórðungsmanna, og meðal annars þess vegna er Landnámu
skipt í fjórðunga. Höfundar Landnámu og Grágásar laga hafa því
talið að ekkert landsvæði á Íslandi væri einskis manns land, res nul-
lius, enda er annað fráleitt því allt landið var þekkt snemma á öld -
um. Það er í fullu samræmi við réttarleg viðhorf á sama tíma í ná -
granna löndunum: Nulle terre sans seigneur (Ekkert land er án lands-
drottins).
Almenningar og afréttir í Jónsbók
Lengja má í þessum þræði og skoða ákvæði Jónsbókar: „Svo skulu
almenningar vera sem að fornu hafa verið, bæði hið efra og hið
ytra.“22 Íslendingar héldu sínum íslensku lögum í samræmi við
sáttmála við Noregskonunga á síðari hluta 13. aldar og konungur
hafði því ekki rétt til almenninga á Íslandi eins og í Noregi.
Landsfjórðungarnir voru ekki lagðir niður með tilkomu nýrrar lög-
hvað er landnámabók? 189
20 Íslendingabók, Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út (Reykjavík 1968), bls.
8–9 og 154–155. Ljóst virðist að þessar frásagnir eiga sér að forsendu lög
áþekk þeim sem koma fram í Grágás II, 359, þar sem „öllum fjórðungsmönn-
um“ er talið sektarfé að lögum.
21 Grágás II, 537. Grágás Ib, 186.
22 Jónsbók. Kong Magnus Hakonssons Lovbog for Island vedtaget paa Altinget 1281 og
Réttarbœtr de for Island givne retterbøder af 1294, 1305 og 1314. Udg. efter
haandskrifterne ved Ólafur Halldórsson (København 1904), bls. 185 (Llb. 52.
kap.).
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 189