Saga - 2008, Page 191
Deiluefni gat komið upp um það hvar væru mörk bújarðar ann-
ars vegar og afréttar eða almennings hins vegar. Um þetta er fjallað
í 52. kap. Landsleigubálks Jónsbókar.28 Menn áttu að reyna að lög-
festa sinn málstað, en ef ágreiningur varð skyldi málið koma til
dóms. Þarna er eign á afrétti jafngild eign á bújörð. Samkvæmt 54.
kap. Landsleigubálks Jónsbókar gat maður er næstur bjó afrétti gert
eigendum afréttar stefnu til garðlags á mörkum bújarðarinnar og
afréttarins. Svo segir um það: „Þeir skulu gera garð að jarðarmagni,
svo sem hver þeirra á afrétt til, svo að þeir geri hálfan, en sá hálfan
er garðlags beiddi, og svo haldi hvorir síðan.“29 Hér kemur það
glöggt fram að afréttur er full eign engu síður en bújörðin sem næst
er afréttinum.
Eftirmáli — ábending óbyggðanefndar
Þegar greinarhöfundur hafði lokið við að setja saman undanfarandi
texta barst honum 6. mars 2008 óvænt orðsending frá skrifstofu
óbyggðanefndar þar sem vakin var athygli á afstöðu nefndarinnar
varðandi Landnámu, sem birst hefði í ritinu „Almennar niður -
stöður óbyggðanefndar. Sérprentun 3. júní 2004“, einkum í kafla 3.1
(landnám) og í kafla 6 (niðurstöður).30 Óbyggðanefnd starfar undir
forsætisráðuneyti samkvæmt lögum nr. 58/1998. Þar sem greinar-
höfundi var ókunnugt um þetta efni þykir honum rétt að fara um
það nokkrum orðum.31
Í fyrstu skal tekið fram að greinarhöfundur hefur svipaða af -
stöðu og erlendir starfsbræður hans hvað varðar hlutverk lög fræði -
legra og sagnfræðilegra rannsókna. Sagnfræðingar nota oft sögu -
hvað er landnámabók? 191
Stundum virðist þetta talið ná til þess hvernig eða með hvaða rétti eða heim-
ild menn voru taldir hafa jarðnæði eða lönd undir höndum, hvort þeir voru
leiguliðar eða annars konar undirsátar landeiganda og höfðu því aðeins ein-
hvers konar lægra skipaðan rétt á landi landeigandans. Skiptingin í domini-
um directum og dominium utile er lénskur miðaldaskilningur á rómverskum
eignarrétti, sjá P. Stein, Roman Law in European History (Cambridge 1999), bls.
62, ennfremur H. Mitteis, Lehnrecht und Staatsgewalt (Weimar 1933; endurpr.
Darmstadt 1972), bls. 625–627, sbr. Sveinbjörn Rafnsson, Studier i Landnáma -
bók, bls. 181 nm.
28 Jónsbók, bls. 185–186.
29 Jónsbók, bls. 187. Sbr. Grágás Ib, 120.
30 Sjá www. obyggdanefnd.is/serprentun.pdf.
31 Um þetta atriði var ekki rætt í fyrirlestrinum sem fluttur var 8. mars 2008 í
Reykholti.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 191