Saga - 2008, Page 192
legar lagalegar heimildir (t.d. forn lög, lagaálit og fræðirit um lög)
sem heimildir í sagnfræðilegum rannsóknum til að varpa ljósi á
þau sögulegu vandamál sem þeir setja fram hverju sinni. Slíkar
heimildir voru á sínum tíma rit sem ætlað var framtíðarhlutverk,
þ.e. þeim var ætlað að móta framtíðina í stóru eða smáu. Þær má
því nota til að varpa ljósi á þá aðila sem ritin sömdu og höfðu þau
um hönd til þess að láta í ljós pólitískan vilja sinn. Lagalegar heim-
ildir af þessu tagi eru í augum sagnfræðingsins reglumyndandi
leifar sem beinst hafa að framtíðinni í þeirri fortíð sem rannsókn
hans beinist að.
Hér geta verið snertifletir milli viðfangsefna lögfræðinga og
sagnfræðinga, þ.e. ef lögfræðingar geta í einhverju tilviki fallist á
skýringu sagnfræðings á því hvað löggjafi ætlaði sér og nýta sér þá
skýringu síðan til að túlka lög. En lögfræðingar eiga annarra kosta
völ til lagatúlkunar; þeim er ætlað að kveða upp úr um hvað sé
gildandi réttur og því halda þeir sig oftast við nýrri löggjöf og fylgja
reglunni um lex posterior. Lögfræðilega rannsókn er unnt að nota
sem fræðilegan grundvöll til reglumyndandi niðurstöðu, t.d. við
lagasmíð eða dómsorð. Lögfræðilegur rannsakandi hugsar yfirleitt
eins og dómari. Sagnfræðileg rannsókn hefur fremur að markmiði
hugsjón Leopolds Rankes að sýna hlutina eins og þeir eiginlega
voru (wie es eigentlich gewesen). Þessu markmiði er að sjálfsögðu
ógerningur að ná til fullnustu en þó er leitast við að nálgast það.
Sagnfræðingar telja sig ekki dómara og niðurstaða sagnfræðilegrar
rannsóknar er í sjálfu sér ekki bindandi með sama hætti og löggjöf
eða dómsorð dómstóls. Markmiðin eru ólík þótt viðfangsefnin geti
verið skyld og geti í einstökum tilvikum átt samleið. Hitt er þó oftar
að þessir lærdómsmenn virðast tala í sína áttina hvorir.32
Sú krafa er gerð til sagnfræðinga að hinar rituðu heimildir sem
lagðar eru til grundvallar rannsóknum þeirra séu virtar sem slíkar,
texti þeirra sé látinn óbjagaður og að reynt sé að halda til haga
öllum þeim upplýsingum varðandi viðfangsefnin sem hann lætur í
té.
sveinbjörn rafnsson192
32 G. Sandvik, „Rettshistorie. Førelesingar“, Jussens venner. Hefte 5 (1990), bls.
231–243, sbr. G. Sandvik, „Statens grunn i Finnmark“, bls. 334. Sjá einnig S.
Kuttner, „Methodological Problems Concerning the History of Canon Law“,
Speculum XXX (1955), bls. 539–549, þar sem m.a. er rætt um réttarsögu sem
sjálfstæða fræðigrein aðgreinda frá lögfræðilegri kenningasmíð (legal dogma-
tics).
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 192