Saga - 2008, Page 194
Saga XLVI:2 (2008), bls. 194–199.
þórir stephensen
Fjörbrot kaþólsks siðar í Viðey
Íslensk klaustur voru andleg orkubú en einnig hlífðarskjól jafnt lif-
endum og látnum. Á miðöldum virðast ýmsir hafa sóst eftir að eiga
hinsta jarðneskan hvílustað í skjóli vinsælla dýrlinga, svo sem
þeirra er klaustrin voru gjarnan helguð. Um þetta vitna bæði rit-
heimildir og örnefni. Hér verður þetta skoðað í ljósi sögu Við eyjar -
klausturs og ekki síst þeirra ótrúlegu atburða sem þar gerðust á
siðbreytingartímanum. Heimildir um hann virðast einnig benda á
hvar klausturbyggingarnar hafi staðið.
Upphaf Viðeyjarklausturs
Úr heimildum um upphaf klaustursins má vel lesa, að það hafi
verið eitt af meginmálum þeirra sem að stofnuninni stóðu að efla
þar bænastað, þar sem vígðir bræður, sérfræðingar þeirra tíma í
andlegum málum, helguðu sig bænalífi og annarri sálgæslu. Við
liggur að líkja megi hug 13. aldar höfðingja á að reisa andlega afl -
stöð í mynd klausturs í fjórðungi sínum við áhuga ráðamanna dags-
ins í dag á uppbyggingu raforkuvera og stóriðju. Þeim var einnig
metnaðarmál að heimahéraðið stæði áhrifasvæðum annarra
höfðingja ekki að baki að þessu leyti. Magnús biskup Gissurarson
segir í bréfi til bænda og presta í Kjalarnesþingi, vorið 1226, að nú
sé staður hafinn í Viðey sem í öllum öðrum fjórðungum landsins,
gefinn Guði og sælli Guðs móður, Maríu. Biskup segir að þar hafi
nú menn saman sótt, þeir sem verðugir séu til að þjóna þar Guði og
halda bænum fyrir heilagri Guðs kristni nótt og dag, og einkum
þeim mönnum sem þennan stað styðji með sínum tillögum.1 Þegar
þeir Magnús biskup og Snorri Sturluson gengust fyrir því að setja
máldaga um osttoll til Viðeyjar frá öllum bæjum milli Reykjaness
og Botnsár, þar sem ostur var gerður, þá skyldi það koma á móti að
allir sem skiluðu ostinum yrðu skildir undir bænahald bræðra og
kennimanna í Viðey sér til miskunnar og sáluhjálpar.2
1 Íslenzkt fornbréfasafn I (Kaupmannahöfn 1857–1876), bls. 490–492.
2 Sama heimild, bls. 496.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 194