Saga - 2008, Page 195
Kristin kirkja var enn iðnari við það á þessum tíma en í dag að
efla vitund fólks fyrir staðreynd syndarinnar, að hún gæti leitt til
glötunar. En kirkjan boðaði einnig hvernig brugðist skyldi við slíkri
ógn. Þar komu til skriftir og yfirbótarverk, en ekki síst fyrirbænir og
að lokum sálumessan, sem gaf fyrirheit um upprisu dauðra til eilífs
lífs á efsta degi.3
Hlutur klaustranna
Það var því mjög eðlilegt að menn leituðu til klaustranna, hinna
opinberu fyrirbænasetra, þegar að kreppti í andlegum efnum og,
ekki síst, er dauðinn kvaddi dyra. En sálumessa og greftrun á
vegum klausturs gat verið vandmeðfarið mál gagnvart sóknar-
presti og heimakirkju. Legkaup, greiðsla fyrir leg í kirkjugarði, var
12 álnir vaðmáls, þ.e. tíundi hluti kýrverðs.4 Líksöngseyrir, greiðsla
til prests fyrir að jarðsyngja, var 6 álnir.5 Það hefur því oft verið
viðkvæmt mál, bæði fyrir heimakirkjuna og sóknarprestinn, að
verða af þessum greiðslum. Því má reikna með að almenna reglan
hafi verið sú að þiggja þessa þjónustu frá sóknarkirkjunni. Hitt var
þó leyfilegt, að kjósa sér leg annars staðar.6 Svo virðist sem ýmsir
hafi talið áhrifaríkara fyrir sálarheill sína að leita eftir þessari þjón-
ustu hjá klaustrum. Sumum hefur verið þetta svo mikið mál að þeir
biðja um leg að ákveðnu klaustri, hvar sem þeir deyja, og vilja jafn-
vel að klaustrið sæki lík til greftrunar um langan veg.7 Í klaustrun-
um var hin stöðuga bænagjörð og sérstaklega beðið fyrir þeim sem
eitthvað höfðu lagt klaustrinu til. Hér hefur, neðanmáls, verið
vitnað til ellefu heimilda um legkaup í sex klaustrum. Ein þeirra er
úr Viðey. Heimildirnar um þetta eru til, af því að þær varða flestar
fasteignir. Bréf um þær varð að geyma til að geta sannað eignarrétt.
fjörbrot kaþólsks siðar í viðey 195
3 Gunnar F. Guðmundsson, Íslenskt samfélag og Rómakirkja. Kristni á Íslandi II
(Reykjavík 2000), bls. 99, 138, 280–281.
4 Sama heimild, bls. 183.
5 Sama heimild, bls. 185.
6 Íslenzkt fornbréfasafn II (Kaupmannahöfn 1893), bls. 528. — Íslenzkt fornbréfasafn
VII (Reykjavík 1903–1907), bls. 310.
7 Íslenzkt fornbréfasafn III (Kaupmannahöfn 1896), bls. 185, 385–386, 496–498. —
Íslenzkt fornbréfasafn IV (Kaupmannahöfn 1897), bls. 350, 483. — Íslenzkt forn-
bréfasafn V (Kaupmannahöfn og Reykjavík 1899–1902), bls. 471–472. — Íslenzkt
fornbréfasafn VI (Reykjavík 1900–1904), bls. 14, 22–23, 153. — Íslenzkt fornbréfa-
safn VII, bls. 115–116. — Íslenzkt fornbréfasafn X (Reykjavík 1911–1921), bls. 346.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 195