Saga - 2008, Side 197
Áhrif siðbreytingarinnar
Siðbreytingin komst á í Danmörku við valdatöku Kristjáns III. árið
1536. Kirkjuordinansía hans var gefin út 1537. Samkvæmt henni
runnu allar eignir klaustra til konungs.12 Eftir það voru umboðs -
menn konungs á Bessastöðum mótmælendur, sem klæjaði í fing-
urna eftir að ná íslenskum klaustrum á sitt vald. Þess var og ekki
langt að bíða að þeir létu til skarar skríða og tækju Viðeyjar klaust -
ur. Það gerðist hvítasunnumorgun með sólu 1539.13
Pétur Einarsson (Gleraugna-Pétur), bróðir Marteins biskups,
var einn af helstu forgöngumönnum siðbreytingarinnar hér á landi.
Þegar Christoffer Huitfeldt, sem stjórnaði leiðangri hingað frá Dan -
mörku til að berja niður andstöðu við siðbreytinguna, fór utan með
Ögmund Pálsson Skálholtsbiskup sem fanga 1541, skipaði hann
Pétur umboðsmann konungs. Mun hann hafa gegnt því embætti til
1547.14 Hann settist að í Viðeyjarklaustri.15
Þegar íslensku klaustrin voru lögð niður sem trúarleg vé,
gerðist það ekki með snöggum hætti. Munkar, kanokar og nunnur,
sem ekki vildu hætta klausturlifnaði, fengu leyfi til að vera í klaustr -
um sínum til æviloka og höfðu þar bæði athvarf og uppeldi.16 Í skrá
frá árinu 1542 um munka og klaustramenn í Skálholts biskupsdæmi
eru nafngreindir fjórir bræður í Viðey.17 Þess vegna er ljóst að þá
voru þar enn allar aðstæður fyrir hendi til þess að taka við líkum til
yfirsöngs.
Siðbreytingin kom að ofan, samkvæmt valdboði, ekki úr gras-
rótinni. Það hlýtur að hafa verið erfitt verk og seinlegt að breyta
lífsháttum fólks, aldagömlum venjum, sem snertu heilaga trú og
viðkvæmar tilfinningar. Af því er einna þekktust sagan um kross-
inn helga í Kaldaðarnesi, sem Gissur biskup Einarsson tók niður
1548. Ekki dugði sú gjörð til að stöðva heitgöngur til hans og áheit.
fjörbrot kaþólsks siðar í viðey 197
12 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar. Kristni á Íslandi III
(Reykjavík 2000), bls. 44, 46, 110.
13 Jón Egilsson, Biskupa-annálar. Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta að
fornu og nýju (Kaupmannahöfn 1856), bls. 68.
14 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 57, 59. — Páll Eggert
Ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 IV (Reykjavík
1951), bls. 153.
15 Loftur Guttormsson, Frá siðaskiptum til upplýsingar, bls. 77.
16 Íslenzkt fornbréfasafn X, bls. 159–160.
17 Íslenzkt fornbréfasafn XI (Reykjavík 1915–1925), bls. 187.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 197