Saga - 2008, Síða 198
Þeim linnti ekki fyrr en krossinn hafði verið höggvinn í spón, sund-
urklofinn og brenndur.18 Lítill vafi er á því að menn hafa áfram,
samkvæmt fornri hefð, viljað fá bæði legstað og yfirsöng að Við -
eyjarklaustri, enda þótt ný kirkjuskipan hefði aflagt sálumessur og
klaustrin væru nánast að engu gerð sem kirkjulegar stofnanir með
siðbreytingunni.19 Klausturkirkjan stóð þar enn og bræðurnir voru
þar til húsa.
Atburðir þeir sem gerðust í Viðey á tíma Péturs Einarssonar, og
sr. Jón Egilsson segir frá í Biskupaannálum sínum, virðast lýsa
mikl um átökum. Þar segir um Pétur: „Hann lét rífa niður Viðeyjar -
kirkju, mæta vel smíðaða, og reif niður allan dorminn [svefnhús]
bræðr anna og bar alla moldina í kirkjugarðinn, og gjörði þar
borðstofu og kokkhús, og aftur af þeim það hús, er menn kalla
náðhús, og lét ræsirinn horfa í kirkjustaðinn.“20 Með þessari gjörð
var lokað á allar helgiathafnir í Viðey og kirkjugarðurinn gerður
einn sá ófýsilegasti hér á landi, og augljóst að með þessu er tekið
fyrir alla líkflutninga til Viðeyjar, um sinn a.m.k.
Norsk fyrirmynd?
Þessar athafnir Péturs, sem virðast vera andsvar siðbreytingar-
mannsins þegar illa gekk að útrýma fornri kaþólskri hefð, minna
óneitanlega á atburði sem gerðust í Noregi á 13. öld. Kórsbræður
við dómkirkjuna í Bergen höfðu að sjálfsögðu tekjur af því að ann-
ast útfarir og syngja sálumessur í kirkju sinni. En svo komu betli -
munkar af reglu prédikarabræðra (dóminíkanar) og byggðu klaust-
ur í nágrenni bústaðar kórsbræðranna. Kirkjugarðar beggja voru
þar hvor við annars hlið. Prédikarabræðurnir höfðu meðmæli páfa
og fólk vildi gjarnan þiggja þjónustu þeirra. Við þetta misstu kórs -
bræður margan spóninn úr aski sínum. Þeir létu þá krók koma á
móti bragði, færðu kamra sína til, þannig að frárennsli þeirra fór
beint í kirkjugarð prédikarabræðra. Þar flaut allt í sóðaskap, einnig
í klausturgarðinum og kringum kirkjuna. Þegar leið á sumarið 1247
þórir stephensen198
18 Jón Egilsson, Biskupa-annálar, bls. 87. — Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Sið breyt -
ingin á Íslandi 1537–1565. Byltingin að ofan (Reykjavík 1997), bls. 314.
19 Íslenskt fornbréfasafn X, bls. 152. — Vilborg Auður Ísleifsdóttir, Siðbreytingin á
Íslandi 1537–1565, bls. 325–326.
20 Jón Egilsson, Biskupa-annálar, bls. 82.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 198