Saga - 2008, Page 199
varð lyktin illþolandi og enginn vildi lengur láta jarðsyngja sig hjá
bræðrunum.21
Ekki er rétt að álykta sem svo að Pétur Einarsson hafi þekkt
þessa sögu, en hugsunin er sú sama og ófyrirleitnin næg til að fram-
kvæma hana. Telja verður að honum hafi tekist að eyðileggja hina
fornu siðvenju. En örnefnin hafa lifað um aldir og segja sína sögu.
Staðsetning klausturhúsanna
Frásögn sr. Jóns Egilssonar í Biskupaannálum ber í sér mikilvægt
atriði sem vert er að gefa gaum, en það er staðsetning klausturhús-
anna í Viðey. Fornleifauppgröfturinn í eynni, sem fór myndarlega
af stað árið 1986, hefur aðeins leitt í ljós híbýli leikmanna.22 Sé frá-
sögn sr. Jóns rétt skilin af þeim sem þetta ritar, þá hafa kokkhúsið,
matstofan og náðhúsið verið reist að mestu á grunni dormsins.
„Ræsirinn“ frá náðhúsinu horfði í átt að kirkjugrunninum, en hann
var þar sem Viðeyjarkirkja er nú.23 Samkvæmt því hafa klaustur-
húsin staðið fyrir norðan kirkjuna, aðeins hærra en hún, þannig að
það sem frá náðhúsinu kom hefur runnið í þá átt. Þar hefur ekkert
verið rannsakað enn, enda hafa fornleifarannsóknir í eynni legið
niðri frá því árið 1995.
Það verður vart vansalaust fyrir Reykjavíkurborg að halda ekki
áfram þeim rannsóknum. Vonandi verður fljótlega úr því bætt.
fjörbrot kaþólsks siðar í viðey 199
21 C. A. Lange, De norske klostres historie i middelalderen (Christiania 1856), bls.
163–164.
22 Margrét Hallgrímsdóttir, Húsakostur Viðeyjarklausturs. Um byggð í Viðey fram
á 18. öld (Reykjavík 1993), bls. 155. — Margrét Hallgrímsdóttir, Fornleifarann -
sókn í Viðey 1987 (Reykjavík 1987), bls. 1.
23 Margrét Hallgrímsdóttir, Húsakostur Viðeyjarklausturs, bls. 144.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 199