Saga - 2008, Page 205
meiri þekkingu og skilning á samhengi sögunnar. Það skapast
tækifæri til að mynda tengsl milli nútíðar og fortíðar á mjög skilj-
anlegan hátt fyrir nemandann. Þessi aðferð hjálpar nemendum að
losa sig frá námsbókinni og safna sínum eigin upplýsingum.5
Munnleg saga hefur einnig samfélagslegt gildi fyrir nemand-
ann, eins og Linda P. Wood hefur bent á, og getur hjálpað honum
að ná persónulegum tengslum við fortíðina og líf sitt í samfélaginu.
Þegar nemandi sest niður til að tala við sér eldra fólk um fortíðina,
hverfur það viðhorf að saga tengist ópersónulegum frásögnum úr
fortíðinni. Sagan verður eitthvað sem gerðist hjá raunverulegu fólki.
Sagan er fólk með tilfinningar, vonir og viðhorf sem nemandinn
getur tengt við sitt eigið líf. Hann þarf að setja sig í spor við mæl -
andans, hafa samskipti við og vinna með öðrum. Þegar yngra fólk
ræðir við eldra fólk geta myndast mikilvæg tilfinningatengsl á milli
þeirra. Nemendur sjá ef til vill ömmu eða afa í öðru ljósi. Þeir upp-
lifa eldra fólkið sem situr fyrir framan þá í viðtalinu en sjá fyrir sér
unga fólkið sem birtist í frásögninni.6
Vinna með munnlega sögu í skólum getur bæði verið flókin og
tímafrek. Það þarf að skipuleggja hana vel ef hún á að skila viðun-
andi árangri. Það er því eðlilegt að kennarar spyrji sig hvort það sé
þess virði. Það er auðveldara og öruggara að fylgja námsbókinni.
En það eru sterk kennslufræðileg rök fyrir því að taka verkefni í
munnlegri sögu inn í kennsluna. Hún hentar vel til ýmiss konar
verkefnavinnu og býður upp á samvinnu milli nemenda og um -
ræður. Munnleg saga getur hjálpað nemandanum að skilja betur
sambandið milli orsakar og afleiðingar. Fyrir sögukennarann hefur
munnleg saga þann kost að opna fyrir rannsóknir á sviði byggða -
sögu og grenndarsögu. En munnleg saga er ekki einungis bundin
við sögukennslu, því aðferðin hentar einnig vel í móðurmáls-,
félags fræði- og landafræðikennslu, umhverfismennt, trúarbragða-
og nýbúakennslu.7
Verkefnavinna í munnlegri sögu kemur þó aldrei í staðinn fyrir
námsbókina eða aðrar eftirheimildir. Stundum vantar mannlega
þáttinn í námsbækurnar og þar sem munnleg saga tengist tilfinn-
ingum fólks hafa kennarar fundið tæki sem fyllir upp í það skarð.
Verkefni í munnlegri sögu getur látið þurrar staðreyndir og upp -
munnleg saga og sögukennsla 205
5 Donald A.Ritchie, Doing Oral History, bls. 188.
6 Linda P.Wood, Oral History Project in Your Classroom (Carlisle 2001), bls. 17.
7 Paul Thompson, The Voice of the Past (Oxford 2000), bls. 191.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 205