Saga - 2008, Page 207
afurðin á að vera, hvernig verkefnið er metið, hvaða tæki á
að nota og hversu langan tíma verkefnið á að taka.
4. Undirbúningsrannsókn á viðfangsefninu. Heimildavinna með
nemendum.
5. Viðtalstækni.
6. Nemendur taka viðtöl.
7. Úrvinnsla viðtals og kynning á verkefninu.
8. Varðveisla heimildanna.9
Þegar nemandi gengur í gegnum það ferli sem felst í að vinna með
munnlega sögu, þjálfar hann hjá sér fjölbreytta færni. Hann þarf að
rannsaka heimildir og undirbúningur fyrir viðtal gefur honum færi
á að stunda frumrannsóknir. Hann þarf að velja sér viðfangsefni,
finna viðmælendur, rannsaka heimildir, undirbúa spurningar, taka
viðtal og vinna úr því efni sem hann hefur safnað. Þetta er tækifæri
fyrir nemandann til að öðlast færni í að vinna sjálfstætt og bera
sjálfur ábyrgð á náminu. Sérhver einstaklingur hefur sína túlkun á
sögulegum atburði. Saga viðmælandans getur því verið frábrugðin
því sem stendur í námsbókinni eða öðrum heimildum. Þá þarf nem-
andinn að vega og meta hvaða frásögn gefur „rétta“ mynd af
atburðinum. Í stuttu máli má segja að nemandinn fer að skilja
hvern ig saga verður til og átta sig á túlkun heimilda; hann fær til-
finningu fyrir þeim aðferðum sem sagnfræðingar nota í vinnu sinni.
Eftir að nemandinn hefur tekið viðtal þarf hann að greina það og
bera niðurstöðurnar saman við aðrar heimildir og frásagnir bekkja-
félaganna. Þannig gefst honum tækifæri til að sjá hvernig sögulegir
atburðir hafa mismunandi áhrif frá einum einstaklingi til annars.
Munnleg saga kemur inn á marga þætti og með vinnu sinni fá
nemendur tækifæri til að þjálfa með sér margs konar færni, meðal
annars rannsóknarfærni, félagsfærni og gagnrýna hugsun:
Rannsóknarfærni: Ef vel er staðið að framkvæmdinni getur munn -
leg saga falið í sér mikla rannsóknarvinnu fyrir hvert og eitt viðtal.
Þannig eykst þekking nemandans á hinum hefðbundnu skrifuðu
heimildum. Þegar nemandinn fer af stað í að undirbúa viðtölin, ýtir
það oftast undir löngun til að fá meiri upplýsingar, til dæmis með
nánari leit á skólabókasafninu eða öðrum söfnum og í gagnagrunn -
um. Þannig öðlast hann þjálfun í að leita heimilda og kynnist því
hvar hann getur nálgast þær upplýsingar sem hann þarfnast.
munnleg saga og sögukennsla 207
9 Vef. Judith Moyer, „Step-by-Step Guide to Oral History“. http://dohistory.org,
1993, http://dohistory.org/on_your_own/toolkit/oralHistory.html.
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 207