Saga - 2008, Side 219
Líkþrái
Einiberjalögur brenndur áriðinn hleypir henni út, en einiberjatré sorfið og
ámdrukkið stillir hana og heftir. Sniglar lagðir í salt verða að vatni. Því
vatni skal ríða um andlit þess sjúka. Hveiti sáð saman við edik hrært og
umbundið linar henni. Kattarhár eða blóð við mustarð er gott þeim sem
líkþráir eru. Sveinsbarns blóð er ein sú torveldasta lækning líkast oftugasta
næst Guði.
Lúsasótt
Smyrsli gjörð af kvikasilfri, olíu og ediki, áriðið er gott við kláðabólum. Það
drepur lús og nítur, flær og flugur. Við lýs og nítur. Þvo höfuðið með álúns-
vatni item blanda saman mannsblóði, ediki og brennisteini og rið.
Melancholia
Einirolíum er gott sinni og við þessa kveisu og allar kaldar sóttir, duft af
súru etið, og um líkamann. Núið með netlu eða sirupus af því grasi uxa -
tunga er gott.
Nagl mein
Við marða nögl má leggja hvers gripar gall er þú vilt, einkum uxa, við fing-
ur mein skal leggja grænt reyniviðarlauf sundur marið, eður tak krít og
sápu temprað saman og legg við, tak refshjarta legg við, tak ekki burt fyrr
en verkur minnkar.
Nasa blóð
Lát í þær skafið merarbein eður kóngulóar vef, eður takið nýklakið egg úr
skurn, brenn til ösku og blás í nasir þeim sem blæðir. Item skrifa með hans
eigin hendi á ennið Consummatum est. Einnig má láta í nasirnar edik eða
skafið mannsbein. Item af sjálfs blóði brenndu. Sá sem blæðir skal lina belti
sínu svo hvergi verði þröngt og fyll hnefana með blóðurt. Hrísarfi er öllu
góður þeim sem blóðrás hafa hvar sem helst á líkamanum hún er, skal þá
taka vætuna úr þessari jurt og ríða á blóðundina, því það stillir og kælir hita
æðarinnar sé jurtinni í hendi haldið, stillir nasablóðrás eða gjörist keri af
líni vætist í og jurtarinnar og stingist svo í nefið. Þessi lögur er góður við
blóðuppgangi.
Nef dreyri
Lát í nasirnar brunnin þófa eða geitarhár. Item brenndan hör eða hamp eða
brennt uxadrit, berð honum heita, méla smátt og drag í vitin, eða tak
Njarðar vött og sting í vitin með hægri hendi í hægri nösina, með vinstri
hendi í vinstri nösina.
Ofsa hiti
Uxadrit með ediki mengað og við lagt, tekur burt mikinn hita úr limunum.
lækningabók í austfirsku skjalasafni 219
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 219