Saga - 2008, Page 220
Óminni
Steikið svöluhjarta eður rinda með ediki og etið. Ef þú bregður tungu úr
veiðihoppu yfir mann þá kemur honum í hug það sem hann vill muna.
Pestilentía
Brennisteinn lifandi inndrukkinn með eggja stropa er sérdeilis góður við
pestilentíu. Maður skal þá er pest gengur taka til sín í spæninn af sínu eigin
þvagi, fyrr enn þann gengur út skal hann drekka 1 lóð Valerian vatns, það
er gott fyrir pestilentíu, item Engilurtarvatn hvað er hið allra besta á morg-
un fastandi drukkið. Purgatia mót sullum þembu og innan meinum. Steyt
Antimonium tilbúið 1 lóð, lát í glas, hell þar á ½ mörk víns lát þar við í þetta
glas muscatsblóm ½ lóð og gutla því einu sinni á dag í viku gefum sinn 8
spænir þeim veika lítið uppgutlað. Það hreinsar bæði upp og niður.
Svefnleysi
Tak súrufræ, bitt það í klút. Þeyt það síðan í vatni, þar til luktar og drekk
áður en þú gengur til sængur. Það er og svo gott við mænusótt
/Ephrenetica / eður et smára að kvöldi, eður … skelfisk einungis og drekk
heita … Brenn eikivið til ösku og gjör af lút öskunni og þvo með höfuðið.
Við rifbrot, síðusting og innantök
Tak rauða mirru, Rumahvalambur. Hafursblóð í krabbasteina, anís vínedik
– Hunang blanda saman, gef þar af að drekka 3 spæni í hvorri eykt, legg
bakstur við utan þar sem aumleikinn er.
Við steinsótt
Það er sagt að í tarfsgalli sé steinn sá er burt drífur nýrnasótt sé hann
duftaður inn tekinn.
Við undirmigu
Tak lifandi mús eður hanakamb brennt til ösku og drekk í víni, eður tak
reykelsi og rauða mirru. Síðan tak eitt qvintin rauðs víns volgt og drekk
undir svefn, item tak muscat og krabba steina myl það vel og meinga við
músarösku og drekk í volgu víni eða ediki. Sauðatað til ösku brennt og
drekk inn í hreinu vatni 3 kvöld samt probatum.
Vos á augnabrám
Tak rjúpugall og við á eður gall úr hvítri hænu eða örn eða mel mustarð,
blanda með hunangi og ríða á brárnar.
Þrotabætir
Stappa netlublöð saman við salt og legg við þar sem þroti er og verkur
undir.
hrafnkell lárusson220
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 220