Saga - 2008, Blaðsíða 232
stokksmunum í Skálholti árið 1548. Þetta þykir mörgum sjálfsagt nokkuð
þreytandi lesning, en vissulega gefur hún hugmynd um hve margbreytt og
umfangsmikil starfsemi fór fram á staðnum. Það getur verið ágæt aðferð til
að sýna mikið umfang að telja upp eða sýna kraðak af einstökum atriðum.
En eftir þessa löngu upptalningu heldur höfundur áfram að rekja innan-
stokksmuni eftir svokölluðum brytareikningum frá 17. öld (bls. 160–162),
nokkurn veginn sömu hlutina og voru nefndir í skránni frá 1548 en þó færri
af því að reikningarnir eru miklu styttri. Ef talin er frá rækilega rökstudd
greinargerð um hvaða leið biskup hafi farið austur á land (bls. 179–196) er
sagt frá hverri vísitasíu Brynjólfs biskups fyrir sig, um Austurland, um
Suðurland, um Vesturland, smátt og smátt í styttra máli uns kemur að
hreinni upptalningu (bls. 238): „Sjöttu vísitasíuferð sína um Vestfirðinga -
fjórðung fór Brynjólfur biskup sumarið 1656, hina sjöundu 1659, áttundu
1664, níundu 1667 og þá tíundu og síðustu sumarið 1671.“
Sjálf skrifar Guðrún Ása litríkan og líflegan stíl, en margt í heimildun-
um sem hún birtir hlýtur að vera mörgum lesendum óskiljanlegt, til dæmis
í byggingarbréfi landseta stólsins í Þorlákshöfn, sem er birt skýringalaust
(bls. 130): „Þrjá teinæringa skilur biskupinn Skálholtsstað frí að hafa með
Þorlákshöfn á meðan þeir hafa um að vera og með Þorlákshöfn saman
eiga biskupinn og Bjarni Eiríksson án undirgiptar. En þau skip sem staður-
inn hefur fleiri skal undirgipt undirgefast í fríðum landaurum að vorgjöld -
um …“
Samsvarandi bókarhluti um Hólastól er eftir Jón Þ. Þór, nær þriðjungi
styttri en hluti Guðrúnar Ásu. Ólíkt henni skrifar Jón venjubundna, jafnvel
gamaldags yfirlitssögu, byrjar á að gera grein fyrir vinnubrögðum sínum
og heimildum um efnið, rekur svo stofnun biskupsstólsins, skrifar yfirlit
um biskupsdæmið og stólinn en stiklar síðan af einum biskupi á annan í
réttri röð eða tekur fyrir lengri tímabil þar sem einstakir biskupar gefa ekki
tilefni til sérstakrar umfjöllunar. Þessum þræði sleppir Jón stöku sinnum og
tekur einstök efnisatriði fyrir í lengra tímasniði, til dæmis siglingar á
vegum stólsins til útlanda (bls. 340–348). Þetta gefur nokkuð góða yfirsýn
en fremur tíðindalitla fyrir þá sem hafa lesið eitthvað að ráði í Íslandssögu.
Bókarhlutinn líður líka nokkuð fyrir það að sum fróðlegustu efnisatriðin í
sögu stólsins hafa verið tekin út úr og falin öðrum höfundum: jarðeigna-
saga stólsins, frásögn af bókaútgáfu Guðbrands biskups Þorlákssonar og
sendiför Ludvigs Harboe um miðja 18. öld (bls. 247).
Síðan er framlagi Jóns Þ. Þór gerður dálítill grikkur með því að birta á
eftir því „Hólabiskupa ævir“ á 25 blaðsíðum. Þar er óhjákvæmilega endur-
tekið margt sem Jón hefur sagt, og efnissnið hans með nokkuð miklu ævi-
sagnaefni biskupa orkar sem verri kostur en ella þegar biskupatalið fer á
eftir því. Ekki sé ég þess getið hver sé höfundur biskupatalsins, að öðru
leyti en því að Páll Eggert Ólason á sýnilega mikið í því.
Á eftir þessum hluta bókarinnar, sem gefur sig út fyrir að vera yfirlit,
koma ellefu kaflar eftir ólíka höfunda um sérhæfðari efni.
ritdómar232
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 232