Saga - 2008, Page 237
leyfið. (Var sú bók ekki löngu komin úr höfundarrétti?) En á næstu blað -
síðu kemur svarið: „ekkert var prentað án konungsleyfis …“ En þetta svar
æpir á svar við spurningu sem er ekki einu sinni spurt í bókinni: Hverju
réðu lútherskir biskupar? Hvaða máli skipti það fyrir völd þeirra að þeir
sóttu ekki rekstrarfé stólanna í fjárhirslu konungs heldur í eigin tekju-
stofna? Í bókinni er mikið safn til sögu íslensku biskupsstólanna, en heild -
stæð saga þeirra birtist þar því miður ekki. Hér hefur það gerst, eins og oft
áður í íslenskri sagnfræði, að hlutur ritstjórnar hefur verið vanmetinn.
Gunnar Karlsson
Æsa Sigurjónsdóttir, TIL GAGNS OG TIL FEGURÐAR. SJÁLFS -
MYND IR Í LJÓSMYNDUM OG KLÆÐNAÐI Á ÍSLANDI 1860–1960.
Þjóðminjasafn Íslands. Reykjavík 2008. 207 bls. Myndir, ensk saman-
tekt, heimildaskrá, myndaskrá og nafnaskrá.
Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur er frjór og afkastamikill fræðimaður. Í
rannsóknum sínum hefur hún einkum beint sjónum sínum að klæðnaði og
tísku Íslendinga á fyrri öldum, en einnig liggja eftir hana mikil og fjölbreytt
verk tengd ljósmyndun. Sem dæmi má nefna bók um franska ljósmyndara
á Íslandi og frábæra umfjöllun hennar um Sigríði Zoëga ljósmyndara. Það
má því segja að Æsa sé í þessari nýjustu bók sinni á heimavelli, því að hún
tengir hér saman tvö af sínum sérsviðum og ber bókin þess glögg merki að
til verksins var í alla staði vandað. Enda má sjá að styrktaraðilar bókarinn-
ar voru ekki af verri endanum, t.a.m. Erna och Victor Hasselblads Stiftelse,
Rannís og Menningarsjóður. Bókin kom út í febrúar 2008 og þess ber jafn-
framt að geta að samfara útgáfu hennar var haldin samnefnd sýning undir
stjórn Æsu.
Það er afar áhugavert að sjá hvernig Æsa fléttar sögu tísku og klæðnað -
ar inn í fræðilega umfjöllun um eðli og stöðu ljósmyndarinnar. Í formála
bókar innar segir hún: „Þessi bók er tilraun til að byggja brú á milli ljós-
mynda og sagnfræði, tilraun til að vekja áhuga almennings á ljósmyndum,
ekki einungis á þeim sögum sem þeim tengjast heldur einnig á ljósmynd-
inni sem slíkri“ (bls. 7). Að mínum dómi fer ekki á milli mála að höfundi
tekst það í flesta staði vel.
Í umfjöllun sinni um ljósmyndaþáttinn í fyrstu köflum bókarinnar
styðst Æsa við hugmyndir fræðimanna á borð við Roland Barthes og
Walter Benjamin, að ógleymdum Geoffrey Batchen, en þetta eru allt þekkt
nöfn á sviði ljósmyndafræða. Henni tekst ákaflega vel að koma flóknum
pælingum til skila á skýran og aðgengilegan hátt og er hún þannig trú
þeirri ætlan sinni að vekja áhuga almennings á ljósmyndum. Æsa ræðir
aðferðafræði sagnfræðinnar í þessu sambandi, svo sem hvers konar heim-
ritdómar 237
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 237