Saga - 2008, Blaðsíða 240
Ljósmyndasafns Íslands (sem áður nefndist myndadeild Þjóðminjasafns
Íslands) á sviði rannsókna, útgáfu og sýninga vekur athygli og aðdáun. Ég
nefni sem dæmi merkilega bók, sem safnið kom að, með Íslandsmyndum
Alfreds Ehrhardts frá fjórða áratug síðustu aldar og nýlega sýningu, er
nefndist Undrabörn, með ljósmyndum Mary Ellen Mark. Þá hafa ýmsir ís -
lenskir fræðimenn sinnt rannsóknum á sviði ljósmynda, svo sem Sigrún
Sigurðardóttir, Sigurjón Baldur Hafsteinsson og Inga Lára Baldvinsdóttir,
svo nokkrir séu nefndir. Æsa segir í bók sinni að hún leiði saman sagnfræði
og ljósmyndun — og þó svo að texta Æsu sé ekki ætlað að vera of fræðileg-
ur, líkt og háskólaritgerð, hefði verið skemmtilegt ef hún hefði náð að
tengja umfjöllunina betur við þær rannsóknir sem hafa farið fram á þessu
sviði hér á landi.
Í viðtali Egils Helgasonar við Æsu Sigurjónsdóttur í Kiljunni (RÚV 16.
apríl 2008) kemur fram að þessi bók sé í senn ljósmyndabók og bók um
Íslendinga og Íslandssögu. Jafnframt segir höfundur að þetta sé „fyrst og
fremst bók um það hvernig Íslendingar hafa notað klæðnað og ljósmyndir
til að byggja upp ákveðnar hugmyndir um sjálfa sig.“ Æsa bendir á að hug-
myndir um íslenskt þjóðerni séu efni sem mikið hafi verið rannsakað og
rætt, en nálgun sín sé fyrst og fremst út frá sjónrænu sjónarhorni — „sem
sagt út frá myndunum sjálfum.“ Hún segist leggja til grundvallar eina meg-
intilgátu, sem er á þá leið að „ljósmyndir skiptu miklu máli í þessari sjálfs-
myndaruppbyggingu og þá sérstaklega hvernig Íslendingar vildu skil-
greina sitt eigið þjóðerni.“ Öll umfjöllun um „ímyndir“ er erfið viðureign-
ar, eins og flestum er kunnugt (ekki síst nú á tímum þegar bæði meint
ímynd og sjálfsmynd Íslands er í hugum margra brotin). En hvað sem öllu
líður, þá eru ljósmyndir ákaflega sterkar og merkilegar heimildir þegar
kemur að umfjöllun sem þessari og í verki Æsu tel ég að henni takist ætl-
unarverk sitt vel — bæði í máli og myndun — að sýna hvernig ljósmyndir
geta varpað skýru ljósi á þá sögu sem hún fjallar um.
Guðbrandur Benediktsson
Helgi Áss Grétarsson, RÉTTARSAGA FISKVEIÐA FRÁ LANDNÁMI
TIL 1990. Ritröð Lagastofnunar Háskóla Íslands 6. Lagastofnun Há -
skóla Íslands. Reykjavík 2008. 253 bls. Dóma-, laga- og atriðisorða skrár.
Um fátt hefur verið deilt eins hart á Íslandi undanfarna áratugi og kvóta-
kerfið í sjávarútvegi. Þess vegna er skiljanlegt og tímabært að út er komin
bók um kerfið og tilurð þess, auk yfirlits um réttarsögu fiskveiða allt frá
landnámi. Önnur og nærtækari ástæða þess að þessi ákveðna bók birtist er
sú að vorið 2006 sömdu Háskóli Íslands og Landssamband íslenskra út -
ritdómar240
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 240