Saga - 2008, Blaðsíða 246
NORDEN I DANS. FOLK — FAG — FORSKNING. Ritstjórar Egil
Bakka & Gunnel Biskop. Höfundar efnis: Anders Chr. N. Christensen,
Henning Urup, Gunnel Biskop, Petri Hoppu, Pirkko-Liisa Rausmaa,
Andrea Susanne Opielka, Ingibjörg Björnsdóttir, Aðalheiður Guð -
mundsdóttir, Sigríður Þ. Valgeirsdóttir, Egil Bakka, Kari Margrete Ok -
stad, Göran Andersson og Mats Nilsson. 711 bls. Novus. Osló 2007.
Myndir, samantekt á ensku.
Árið 2007 kom út bókin Norden i dans. folk — fag — forskning hjá Novus-for-
laginu í Osló. Bókin er afrakstur átta ára rannsóknarvinnu félaga í Nordisk
forening for folkedansforskning þar sem markmiðið var að kortleggja
þjóðdansarannsóknir (folkedansforskning) á Norðurlöndunum. Bókin er
mikill fengur fyrir alla þá sem fást við rannsóknir á þjóðdönsum, ekki síst
fyrir þær sakir að í henni birtist ekki eingöngu fræðileg umfjöllun um fag-
legar rannsóknir á þjóðdönsum heldur einnig nokkurt magn af áður óbirt -
um frumtextum. Frumtextarnir eru alls staðar birtir í samhengi við fræði -
legt efni bókarinnar þannig að á hverri síðu eru tveir dálkar, annars vegar
fræðilegi textinn og hins vegar frumheimildirnar. Auðvelt er að greina á
milli hvað er hvað þar sem frumheimildirnar birtast á ljósgráum grunni en
annar texti á hvítum. Við val á frumheimildum var einkum tvennt haft í
huga; að birta mikilvægustu heimildirnar í hverjum efnisflokki og að sýna
heimildir sem ekki höfðu birst áður á prenti.
Við uppbyggingu bókarinnar er gengið út frá þeirri hugmynd að skipta
megi rannsóknum og annarri faglegri vinnu með þjóðdansa í þrennt eftir
uppruna þeirra og markmiðum. Í fyrsta lagi er fjallað um heimildir um
þjóðdansa sem orðið hafa til við rannsóknir á einhverju öðru sérfræðisviði
en dansinum sjálfum, svo sem við rannsóknir og söfnun á þjóðlegum fróð -
leik, söfnun þjóðdansa til að nota í listdansi og skráningu byggðasögu og
ferðalýsinga. Eingöngu er vísað í skriflegar niðurstöður rannsókna af þessu
tagi, en heimildir um þetta efni má finna allt aftur til 17. aldar. Í öðru lagi
er fjallað um þær rannsóknir, heimildir og þekkingu sem finna má innan
þjóðdansasamfélagsins sjálfs. Hér er átt við rannsóknir sem gerðar voru til
að auka þekkingu á þjóðdansinum þjóðdansins vegna. Þar má nefna um -
fjöllun um sýningar hjá þjóðdansafélögunum, rannsóknir á stefn um og
straum um innan þjóðdansahreyfinganna, söfnun og faglega vinnu með
söngdansa og heimildir um þjóðdansafélögin sjálf. Faglegar heimildir sem
þessar, nátengdar dansinum sjálfum, eru öllu yngri en þær sem fjallað er
um hér á undan. Þriðji efnisflokkurinn fjallar svo um akademískar rann-
sóknir og háskólanám í tengslum við þjóðdansarannsóknir. Heimildir sem
varða þennan hluta bókarinnar er varla að finna fyrr en eftir 1970, nema þá
í litlum mæli sem afrakstur markvissrar söfnunar á þjóðdönsum og efni
tengdu þeim. Það er gaman fyrir okkur Íslendinga að vita til þess að Sigríð -
ur Þ. Valgeirsdóttir og Mínerva Jónsdóttir, sem ferðuðust um Ísland frá
ritfregnir246
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 246