Saga - 2008, Page 247
miðri 20. öld og söfnuðu söngdönsum og gömlu dönsunum, voru frum -
kvöðlar í að nýta sér akademískan bakgrunn sinn við þjóðdansarannsóknir.
Bókinni er skipt í sex kafla: I. Lokalhistorie, II. Folktraditioner, III.
Arkiv, IV. På tiljorna — de skrå brædder, V. Folkdansrörelsen, VI. Folklig
dans i akademia. Höfundar bókarinnar eru þrettán talsins, tveir til þrír frá
hverju landanna sex, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Danmörku, Færeyjum og
Íslandi. Einn einstaklingur frá hverju landi fjallar um efnisþátt hvers kafla
út frá sínu eigin landi. Þriðji kaflinn, Arkiv, skiptist samkvæmt þessu í sjö
hluta, einn um hvert land (tvo frá Finnlandi, annan á sænsku, hinn á
finnsku), þar sem höfundar segja frá því sem finna má um þjóðdansa í
skjalasöfnum síns heimalands. Kafli IVa, Nationaldans på teater, skiptist á
sama hátt í sjö samsíða umfjallanir um hvernig þjóðdansinn hefur birst á
fjölunum í hverju landi fyrir sig. Því miður náðist ekki að skrifa um alla
hluta bókarinnar út frá íslensku sjónarhorni.
Bókin Norden i dans er grundvallarrit hvað varðar heimildir um þjóð -
dansa og birtingarmynd þjóðdansins á Norðurlöndum. Sýndar eru marg-
breytilegar hliðar dansformsins og hve víða má leita fanga í umfjöllun um
þennan mikilvæga þátt í menningararfi þjóðanna. Bókina prýðir fjöldi
fallegra ljósmynda og hún er vel upp sett og aðgengileg til aflestrar. Bókin
hefur því ekki aðeins gildi fyrir þá sem vilja vinna að rannsóknum innan
þjóðdansageirans heldur einnig alla aðra sem áhuga hafa á norrænni þjóð -
dansahefð.
Sesselja G. Magnúsdóttir
Einar Már Jónsson, MAÍ 68. FRÁSÖGN. Ormstunga. Reykjavík 2008.
228 bls. Nafnaskrá.
Um þessar mundir er þess minnst að 40 ár eru liðin frá uppreisnarárinu
mikla 1968. Af því tilefni hefur komið út fjöldi bóka og blaðagreina og
gerðir hafa verið bæði útvarps- og sjónvarpsþættir þar sem fjallað er um
þessa atburði frá ýmsum hliðum. Í öllu þessu flóði kennir margra grasa. Þar
er að finna misáreiðanlegar minningar þátttakenda, beggja vegna víglín-
unnar, í bland við félagslegar og sögulegar greiningar fræðimanna á því
sem gerðist, orsökum þess og afleiðingum. Við Íslendingar létum ekki
okkar eftir liggja í þessum efnum; fréttaskýringaþátturinn Spegillinn gerði
málinu góð skil og nýlega kom út bók Einars Más Jónssonar Maí 68. Frásögn
þar sem sjónum er einkum beint að atburðunum í Frakklandi þetta ár.
Einar Már Jónsson er óvenju vel til þess fallinn að fjalla um þessa atburði.
Hann tók þátt í því sem gerðist í París þessa vordaga og skrifaði á sama
tíma um þá greinaflokk í Þjóðviljann. Hann hefur allt frá því hann hóf nám
í Frakklandi fylgst vel með frönskum stjórnmálum og á því auðvelt með að
átta sig á þeim afleiðingum sem maídagarnir 1968 höfðu þar í landi.
ritfregnir 247
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 247