Saga - 2008, Page 248
Maí 68. Frásögn er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn samanstendur af
áðurnefndum greinaflokki frá 1968 nær óbreyttum, aðeins lagfærðar aug-
ljósar misfellur, en seinni hlutinn er svo greining á atburðum, orsökum
þeirra og afleiðingum. Greinar Einars Más eru um margt einstæðar í ís -
lenskri blaðamennsku þessa tíma. Þær eru skrifaðar af manni sem stóð í
miðri hringiðu atburðanna og því í kjöraðstöðu til fjalla um það sem var að
gerast; þær eru auk þess mjög ítarlegar og ritaðar af innsæi og þekkingu á
því sem var að gerast. Í greinunum lýsir höfundur gangi mála frá degi til
dags, þar til í lok júní að hann heldur suður á bóginn í frí. Nokkru seinna
birtir hann svo tvær lokagreinar þar sem fjallað er um atburði sumarsins og
lagt mat á málið í heild.
Seinni hluti bókarinnar hefst á stuttum kafla þar sem minnt er á að víða
um heim kom til sambærilegra átaka þetta ár, en síðan vindur höfundur sér
í að gera grein fyrir sögulegum og félagslegum forsendum þess sem gerðist
í Frakklandi vorið og sumarið 1968. Hér er margt hnýsilegt að finna.
Höfundur rekur í ítarlegu máli þau hörðu átök sem urðu í frönsku þjóðlífi
kringum frelsisbaráttu Alsírs og hinn aldagamla klofning frönsku þjóðar-
innar í hægri og vinstri. Í átökunum um Alsír eru athyglisverð þau skil sem
urðu milli viðhorfa stjórnmálamanna og almennings, þar sem stjórnmála-
elítan vildi ríghalda í Alsír og sveifst einskis í þeim efnum. Afleiðingin var
trúnaðarbrestur milli stjórnmálamanna og almennings sem hafði eins og
gefur að skilja mjög alvarlegar afleiðingar. Einn skemmtilegasti þátturinn í
þessum hluta er umfjöllun höfundar um de Gaulle, hversu eitursnjall
stjórn málamaður hann var og hið einkennilega valdajafnvægi sem komst á
milli gaulleista og kommúnista þar sem þeir fyrrnefndu réðu lögum og
lofum í landstjórninni en þeir síðarnefndu máttu sín mikils í bæjarstjórnum
og sveitarfélögum og réðu mestu í verkalýðshreyfingunni. Einnig er vert að
benda á prýðilega lýsingu á því ófremdarástandi sem tröllreið frönskum
háskólum á árunum fyrir 1968 og hina afleitu lausn sem ráðamenn fundu
á því, Nanterre-háskólann, þar sem öll ósköpin byrjuðu. Síðast en ekki síst
má nefna þátt Maurice Grimaud, lögreglustjóra Parísar, en að öðrum
ólöstuðum átti hann hvað drýgstan þátt í að ekki kom til mun alvarlegri
átaka milli stúdenta og lögreglunnar með tilheyrandi manntjóni. Í þessum
kafla er líka að finna ýmislegt sem kemur nútíma lesendum spánskt fyrir
sjónir, svo sem þá beinu og óbeinu ritskoðun sem vomaði yfir frönsku
menn ingarlífi á þessum árum og var ekki aflétt fyrr en liðið var á 8. ára-
tuginn.
En allt orkar tvímælis þá gert er. Það form sem höfundur velur bókinni
hefur óhjákvæmilega í för með sér að nokkuð er um endurtekningar og
leiðir það hugann að því hvort ekki hefði verið skynsamlegra að nota
greinaflokkinn sem heimild og flétta hann eða hluta úr honum inn í grein-
inguna í stað þess að birta hann í heild. Við það hefði textinn styst nokkuð
og skapast svigrúm til að setja atburðina í Frakklandi í skýrara alþjóðlegt
samhengi. Skortur á slíku samhengi er að mínu mati ein helsta brotalöm
ritfregnir248
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 248