Saga - 2008, Síða 252
AF AÐALFUNDI SÖGUFÉLAGS 2 0 0 8
Aðalfundur Sögufélags var haldinn laugardaginn 18. október 2008 í hús -
næði félagsins að Fischersundi 3 og hófst hann kl. 16. Forseti félagsins setti
fund og skipaði Guðmund J. Guðmundsson fundarstjóra. Súsanna Margrét
Gestsdóttir var skipuð fundarritari. Síðan flutti forseti skýrslu stjórnar.
Frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, 13. október 2007, er kunnugt um
að eftirtaldir félagsmenn hafa fallið frá: Agnar Gústafsson lögfræðingur,
Ármann Halldórsson kennari og fræðimaður, Helga Þórarinsdóttir sagn -
fræðingur og þýðandi, Jón Gunnar Grjetarsson sagnfræðingur og frétta -
maður, Jón S. Guðmundsson menntaskólakennari, Jósef H. Þorgeirsson
lögfræðingur, Óskar B. Bjarnason verkfræðingur, Páll Lýðsson bóndi og
sagn fræðingur, Sigurbjörn Einarsson biskup og Þórhallur Tryggvason
banka stjóri. Fundarmenn vottuðu hinum látnu félögum virðingu með því
að rísa úr sætum. Eftir venjuleg aðalfundarstörf hélt Gunnar Karlsson pró-
fessor erindi sem hann nefndi: „Tilfinningaréttur. Tilraun um nýtt sögulegt
hugtak“. Mikill áhugi var greinilega á nýja hugtakinu, fyrirspurnir voru
margar og umræður fjörugar.
Kjör heiðursfélaga: Forseti lýsti kjöri heiðursfélaga, Sigríðar Th. Erlends -
dóttur sagnfræðings fyrir störf hennar í þágu sagnfræðinnar og Sögufélags.
Fundargestir hylltu hana með lófataki og Sigríður þakkaði fyrir sig með vel
völdum orðum og rifjaði upp margt skemmtilegt frá þeim árum sem hún sat
í stjórn félagsins, 1978–1988. Sigríður er fyrsta konan sem hlýtur þennan
heiður en eins og félagsmenn vita varð Sigríður einnig fyrst kvenna til að
taka sæti í stjórn Sögufélags, 76 árum eftir stofnun þess. Vakti kjör hennar
sem heiðursfélaga nokkra athygli og meðal annars sagði Sjónvarpið frá því
í aðalfréttum kvöldsins.
Nú víkur sögunni að fyrsta stjórnarfundi haustið 2007. Að venju skipti
stjórnin með sér verkum. Forseti hafði verið endurkjörinn á aðalfundi. Már
Jónsson var áfram ritari, Kristrún Halla Helgadóttir gjaldkeri og Illugi
Gunn arsson og Erla Hulda Halldórsdóttir meðstjórnendur. Varamenn voru
Ólafur Rastrick og Súsanna Margrét Gestsdóttir. Skoðunarmenn reikninga
voru eins og fyrr Halldór Ólafsson fyrrv. útibússtjóri og Ólafur Ragnarsson
lögfræðingur. Varamaður þeirra er Guðmundur Jónsson prófessor. Stjórnar -
fundir voru níu. Fundað var í hverjum mánuði nema yfir sumarið.
Um útgáfumál Sögufélags: Fyrst er að nefna tímaritið Sögu. Ritstjórar
haustheftisins 2007 voru þeir Eggert Þór Bernharðsson, dósent í menning-
armiðlun við Háskóla Íslands, og Páll Björnsson, lektor í nútímafræði við
Háskólann á Akureyri. Efnið var fjölbreytt að vanda; m.a. skrifaði Guðni Th.
Jóhannesson um loftvarnir og almannavarnir á Íslandi 1951–1973, Guð -
mundur Hálfdanarson um Tómas Sæmundsson í tilefni af því að tvær aldir
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 252