Saga - 2008, Qupperneq 254
Kristjánsdóttir og Sveinn Agnarsson. Ráðgefandi ritnefnd verður lögð niður
og er þeim þakkað sem hafa starfað í henni. Sigrún er með margar metn -
aðarfullar hugmyndir varðandi Sögu, meðal annars að vinna að því að gera
hana að svokölluðu ISI-tímariti (ISI er skammstöfun fyrir alþjóðlegu gagna-
söfnin Institute for Scientific Information), en aðeins eitt íslenskt tímarit
nýtur þess heiðurs, Jökull. Verður fróðlegt og áhugavert að fylgjast með Sögu
á næstu árum.
Útgáfurit 2008: Helsta fréttin er sú að Brevis Commentarius de Islandia.
Stutt greinargerð um Ísland eftir Arngrím lærða er komin út, fjórða bindið í
ritröðinni Safn Sögufélags. Ritið er í nýrri þýðingu Einars Sigmarssonar ís -
lensku fræðings og samdi hann einnig ítarlegar skýringar og inngang. Arn -
grímur lærði skrifaði ádeiluritið gegn óhróðri erlendra manna um Ísland, að
beiðni Brynjólfs biskups Sveinssonar, og kom það út í Kaupmanna höfn árið
1593. Guðmundur J. Guðmundsson sagnfræðingur hefur haldið utan um
þetta verk fyrir hönd Sögufélags og hefur það verið mikið starf. Rétt er að
taka fram að Styrktarfélag Baugs Group hf. veitti veglegan styrk, 1,5 millj-
ónir, til útgáfunnar auk Menningarsjóðs og Þýðingarsjóðs. Útgáfan er sér-
stakt fagnaðarefni þar sem langt er liðið síðan þriðja bindið í ritröðinni,
Íslandslýsing Resens, kom út, en það var árið 1991. Það er tími til kominn að
halda nú áfram að gefa út þýdd rit síðari alda um Ísland og Íslendinga í
vandaðri fræðilegri útgáfu. Næst kemur út níðrit Johanns Anderson, Nach -
richten von Island, sem kom fyrst út í Hamborg árið 1746. Már Jónsson pró-
fessor hefur umsjón með verkinu. Við endurskipulagningu lagers félagsins
fundust óbundin eintök af Ferðasögu Vetters, Crymogæu Arngríms lærða
og Íslandslýsingu Resens og er nú verið að binda takmarkað magn inn.
Bráðum verður því öll ritröðin fáanleg.
Sögufélag sá um útgáfu og dreifingu afmælisrits til heiðurs Lofti Gutt -
orms syni sjötugum: Menntaspor. Í ritnefnd voru Dóra S. Bjarnason, Ólöf
Garðarsdóttir, Guðmundur Hálfdanarson, Helgi Skúli Kjartansson og Jón
Torfi Jónasson. Höfundar voru 25 og er bókin tæpar 400 blaðsíður að lengd.
Fjögur smárit eru í undirbúningi og eru tvö rétt ókomin þegar þetta er
skrifað. Það fyrra er Þýska landnámið (vinnuheiti í síðustu ársskýrslu var Frá
Memel til Melrakkasléttu) eftir Pétur Eiríksson, hagfræðing og sagnfræðing.
Ólafur Rastrick ritstýrir því verki. Seinna ritið er Ferðadagbækur Magnúsar
Stephensen 1807–1808 í útgáfu Þóris Stephensen og Önnu Agnarsdóttur.
Fyrir næstu jól er væntanlegt níunda bindi af Sögu Íslands sem Sögufélag
gefur út ásamt Hinu íslenska bókmenntafélagi. Umrætt bindi fjallar um
tímabilið 1795–1874 og eru höfundar Anna Agnarsdóttir, Gunnar Karlsson
og Þórir Óskarsson. Hlutur Sögufélags í útgáfu þessarar ritraðar felst ein-
ungis í að ljá nafn sitt.
Verk í vinnslu: Á vegum Sögufélags og Þjóðskjalasafns Íslands er um
þessar mundir unnið að útgáfu á Acta yfirréttarins og extralögþinganna, sem
Björk Ingimundardóttir, sagnfræðingur og skjalavörður, vinnur að. Þetta
af aðalfundi sögufélags 2008254
Saga haust 2008 nota:Saga haust 2004 - NOTA 25.11.2008 15:38 Page 254