Saga - 2006, Page 160
doktorsritgerð minni. Hún fær ennfremur stuðning af málflutningi
föður Magnúsar, Ólafs Stephensens stiftamtmanns. Það er hinn síð-
arnefndi sem ég beini einkum kastljósinu að í rannsókn minni. Að-
alsmaðurinn Ólafur ber því líka við að hann sé aðalsmaður og því
vegi orð hans meira en orð einfaldra bænda, ef marka má orð hans
sjálfs.21 Með þessari röksemdafærslu er ég að reyna að sýna fram á
að hægt er að svara gagnrýni Guðmundar Hálfdanarsonar á skil-
greiningu minni á íslenskri yfirstétt með vísun ekki bara í kenning-
arlegan ramma, heldur einnig í samtímasamhengi byggt á heimild-
um og sýn samtímamanna á eigin veruleika.
Íslensk yfirstétt var lítil á tímum einveldis og fram yfir miðja 19.
öld. Hún var það lítil að hún gat ekki endurnýjað sig án þess að
leita í raðir undirmanna og halda þannig stöðu sinni. Hitt er svo
annað mál að það er ekki hægt að líta framhjá því að íslensk yfir-
stétt var hluti af yfirstétt Danaveldis og varð fyrir áhrifum frá
henni. Íslensk yfirstétt fylgdi ennfremur því hegðunarmynstri sem
einkenndi stallbræður þeirra í Danmörku og Noregi. Lífsstíll elít-
unnar fól í sér að skera sig úr, það sem stundum er nefnt conspici-
ous consumption22 á ensku. Eins og ég nefni í doktorsritgerð minni
kom þessi hegðun íslenskrar elítu fram m.a. í formi húsbygginga
(Bessastaðastofa og -kirkja, Viðeyjarstofa og -kirkja) eða tilraunum
til að sannfæra almúgann og lægra setta um eigin ágæti. Skúli
Magnússon kallaði Viðeyjarstofu aldrei annað en „slottet“ og Ólaf-
ur Stephensen nefndi Leirárgarða „en berömmelig herregaard“.23
Hluti af þessu hegðunarmynstri var að taka upp ættarnöfn að er-
lendum sið. Hér gefst ekki tóm til að rekja þróun ættarnafna í Evr-
ópu frá aðli til almúga. En sú staðreynd að Guðmundur tilgreinir
gömul ættarnöfn þeirra sem ekki tilheyrðu íslensku elítunni (GH,
bls. 219) afsannar það ekki að elítan hafi tekið upp ættarnöfn að er-
lendri fyrirmynd. Það er engin tilviljun að ein og sama fjölskyldan
taki upp ættarnöfnin Stephensen, Thorarensen, Ottesen og Finsen
á sama tíma og þessar ættir eru að ná tökum á öllum helstu emb-
ættum stjórnsýslunnar á Íslandi. Mér vitanlega eru öll þau ættar-
nöfn sem Guðmundur telur upp yngri ef frá er talið Thorlacius.
Þetta er hluti af því ferli sem flestar Evrópuþjóðir hafa gengið í
E I N A R H R E I N S S O N160
21 Einar Hreinsson, Nätverk och nepotism, bls. 176 o.áfr.
22 Mikkel Vendborg Pedersen, Hertuger. At synes og være i Augustenborg
1700–1850 (København 2005), bls. 23.
23 Einar Hreinsson, Nätverk och nepotism, bls. 241.
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:26 Page 160