Saga - 2006, Síða 221
tengsl við England. Í bók Veturliða er tafla um lágþýsk tökuorð sem aðeins
koma fyrir í bréfum með hendi Jóns Egilssonar og önnur um þau tökuorð
þar sem elstu dæmi eru úr bréfum hans. Bréfabók Jóns biskups Vilhjálms-
sonar er varðveitt og þar eru einnig bréf með hendi annarra skrifara en Jóns
Egilssonar. Segir í bókinni (bls. 64) að málfar bréfa með hendi Jóns Egilsson-
ar sé ekki borið saman við málfar á bréfum þar með hendi annarra skrifara.
Þótt slíkur samanburður gæti verið áhugaverður er hann tæpast efni rit-
gerðarinnar.
Í þriðja kafla er söguleg greinargerð fyrir tímabilinu frá 1260 til 1500.
Englendingar sigldu mikið til Íslands, einkum á árunum 1412 til 1470, en
ekki gætir þess í málfari. Undirritaður gaf árið 1976 út Miðaldaævintýri þýdd
úr ensku, þar sem prentuð eru 34 ensk ævintýri. Í titli bókarinnar er orðið
„ævintýri“ ekki haft í venjulegri og algengri merkingu, sem er frá miðri 19.
öld, heldur í fornri merkingu um siðbætandi sögur, oftast þýddar, með
guðrækilegu efni og útleggingu. Ekki er rétt sem segir (bls. 71), að þar séu
prentuð öll ensk ævintýri sem vitað er að varðveitt séu, því að 10 til viðbót-
ar eru nefnd í bók minni (bls. x). Flest þeirra eru prentuð í grein eftir Peter
A. Jorgensen, „Ten Icelandic Exempla and their Middle English Source“,
sem birtist 1970 í Opuscula IV í Bibliotheca Arnamagnæana XXX. Eins og tit-
illinn ber með sér voru þar gefin út 10 ævintýri, en tvö þeirra eru einnig gef-
in út í Miðaldaævintýrum. Löngu seinna, árið 1997, gaf Peter A. Jorgensen út
hjá Árnastofnun í Reykjavík The Story of Jonatas in Iceland. Þar voru prent-
aðar tvær gerðir af Jónatas ævintýri og rímur út af því. Sú saga var þýdd úr
ensku og nú er aðeins kunnugt um eitt óprentað enskt ævintýri, en e.t.v.
eiga einhver eftir að koma í leitirnar við nákvæmari könnun á handrita-
söfnum en til þessa hefur verið gerð. Peter A. Jorgensen vildi telja fyrr-
nefndan Jón Egilsson, þótt hann sé talinn norskur, þýðanda allra enskra
ævintýra. Ég tel aftur á móti að ekki sé hægt um slíkt að fullyrða, einkum
þar sem heimildir frá þessum tímum eru með þeim hætti að margir hefðu
getað þýtt ævintýri, sem við höfum annars engar eða mjög takmarkaðar
heimildir um. Eins og áður sagði er lítið af enskum tökuorðum í ensku
ævintýrunum, en nokkuð af lágþýskum. Nú væri hægt að reyna að bera
saman tökuorð í ævintýrunum og skjölum með hendi Jóns Egilssonar.
Óvíst er þó um árangur, því að textar eru ólíkrar gerðar. Þá er rétt að minn-
ast þess að bréf Jóns eru varðveitt í frumriti en ævintýrin í misgömlum
uppskriftum, þar sem orðalagi hefur stundum sannanlega verið breytt.
Fjórði kafli er fyrst og fremst kenningar um tökuorð og sá fimmti er
yfirlit um tökuorðin, sem eru alls á sjöunda hundrað, en fá dæmi eru um
meirihluta þeirra. Það sýnir að tilviljun hlýtur oft að ráða hvort heimildir
eru til um orð eða ekki og segir einnig heldur lítið um hve algeng tökuorð-
in voru í málinu. Sjötti kafli er einkum um orðmyndun og forskeyti og við-
skeyti, sem einkenna tökuorðin. Lengsti og stærsti kaflinn er sá sjöundi, þar
sem tökuorðin eru tekin til umfjöllunar. Getið er elstu dæma um hvert orð,
bæði í skjölum og öðrum textum, og myndir orðsins í öðrum norrænum
R I T D Ó M A R 221
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 221