Saga - 2006, Page 251
fræðilega merkingu. Þar má m.a. nefna bogaformið sem er hluti af hring en
hringurinn er tákn eilífðarinnar og veruleika Guðs. (2. bindi, bls. 31).
Höfundur tekur afstöðu til þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á
kirkjunni og setur þær í samhengi við upphaflega gerð hennar. Athyglisvert
er að sjá hvernig breytingar á útliti, frágangi og innréttingum sem gerðar
hafa verið á kirkjum, oft á 6. og 7. áratug 20. aldar, hafa rýrt listgildi þeirra
og raskað hinu hárfína samspili notagildis og listgildis. Dæmi um slíkt er að
finna í Ólafsvallakirkju, Hraungerðiskirkju, Eyrarbakkakirkju og Stokks-
eyrarkirkju. Niðurstaðan verður jafnvel sú að búið sé að raska byggingarstíl
kirknanna það mikið með samblöndun byggingarstíla og byggingarefna að
það rýri varðveislugildi þeirra verulega. Í sumum tilvikum er það jafnvel
svo mikið að kirkjan teljist ekki lengur hafa varðveislugildi og eigi þar með
ekki að vera á skrá yfir friðuð hús. Ólafsvallakirkja, Torfastaðakirkja og Úlf-
ljótsvatnskirkja eru dæmi um slíkar kirkjur. Til varnar þeim kirkjum sem fá
þennan dóm má hins vegar benda á að viðgerðirnar á þeim voru börn síns
tíma, oft framkvæmdar áður en sjónarmið húsverndar urðu almenn.
Samkvæmt núgildandi lögum eru allar kirkjur á landinu sem reistar eru
fyrir 1918 sjálfkrafa friðaðar sökum aldurs. Eins og áður hefur verið nefnt
eru jafnvel lítil tengsl á milli aldurs og raunverulegs varðveislugildis við-
komandi kirkju. Það ætti ekki að vera sjálfgefið að aldurinn einn og sér sé
forsenda friðunar. Hún á að byggjast á mati og því kemur til greina að aflétta
friðun ef byggingin er ekki talin hafa varðveislugildi sem friðað hús. Endur-
skoðun á friðunarskrá er nauðsynleg og sjá má fyrir sér að ítarleg úttekt á
kirkjum eins og hér fer fram gæti verið forsenda slíkrar endurskoðunar.
Umfjöllun um kirkjurnar er ríkulega studd með gömlum og nýjum ljós-
myndum auk þess sem teikningar eru af hverri kirkju. Gömlu myndirnar
eru nokkuð misjafnar að gæðum eins og við er að búast en engu að síður
eru þær ómetanlegar í umfjöllun af þessu tagi. Þær sýna ekki einvörðungu
kirkjuna heldur einnig samspil byggingar og umhverfis. Dæmi um slíkt eru
mörg en hér má nefna Hrunastað (1. bindi, bls. 65–67) og Stóra-Núpskirkj-
ur (2. bindi, bls. 88–89). Eðlilega er minna til af myndum innan úr kirkjum
en þó eru þær nokkrar. Mynd úr Hrunakirkju sem tekin var árið 1897 er sér-
lega skemmtileg þar sem hún sýnir hvar ferðamenn hafa búið sér náttstað
á bekkjum kirkjunnar og er heimild um veraldlegri notkun kirknanna en
við eigum að venjast (1. bindi, bls. 68). Margar nýjar litmyndir prýða um-
fjöllunina, bæði yfirlitsmyndir af stöðunum sjálfum, kirkjunum að utan og
innan og einstökum byggingarhlutum. Má þar benda á yfirlitsmynd af Úlf-
ljótsvatnskirkju (4. bindi, bls. 188), mynd úr kirkjuskipi Kotstrandarkirkju
(4. bindi, bls. 100) og mynd af súlnariði í Hrepphólakirkju (1. bindi, bls. 36)
svo fátt eitt sé nefnt. Auk ljósmynda eru birtar teikningar Jóns Helgasonar
biskups og er fengur í þeim. Frumteikningar eru birtar ef þær hafa varð-
veist. Mælingarteikningar sem Húsafriðunarnefnd lét gera í tilefni af út-
gáfu bókanna eru einnig birtar; grunnmyndir, útlitsteikningar, þverskurð-
arteikningar og lengdarteikningar í ákveðnum mælikvörðum (algengast
R I T D Ó M A R 251
Saga vor 2006-NOTA-2 26.4.2006 17:27 Page 251