Skírnir - 01.09.2002, Page 8
Frá ritstjórum
Árið 1950 lýsti Steinn Steinarr því yfir að hið hefðbundna ljóðform væri nú
loksins dautt. Fregnirnar af andlátinu kunna þó að hafa verið orðum auknar.
íslensk ljóðskáld hafa endurvakið gamla hætti og textasmiðir dægurlaga oft
sótt í braghefðina með ágætum árangri á undanförnum áratugum. Líkið virð-
ist því enn anda, svo vitnað sé til fleygra orða Þórarins Eldjárns um þetta efni.
Ekki verða fræðimenn heldur sakaðir um að vanrækja íslenska ljóðahefð því
að rannsóknir á henni hafa sjaldan staðið með slíkum blóma sem nú um
stundir.
í þessu hefti Skírnis birtast fjórar greinar um ljóðagerð fyrri alda. Guðrún
Nordal ræðir um myndræna hugsun og framsetningu dróttkvæða sem hún
ber saman við myndlist miðalda. Sverrir Tómasson færir rök fyrir því að
kvæðið Noregs konunga tal, sem varðveitt er í Flateyjarbók, lýsi höfðingjan-
um Jóni Loftssyni í Odda sem konungi og sýni að hugmyndin um einvald hafi
verið við lýði á íslandi um 1200. Margrét Eggertsdóttir skilgreinir íslensk
landlýsingarkvæði á lærdómsöld og bendir á að sú bókmenntagrein feli einnig
í sér sögulega þætti, eins og ráða megi af sambærilegu hugtaki á þýsku
(topograpbisch-historische Dichtung). Aðalgeir Kristjánsson vekur athygli á
því að Ný félagsrit hafi ekki aðeins verið málgagn Jóns Sigurðssonar í sjálf-
stæðisbaráttunni heldur hafi þar einnig kvatt sér hljóðs ýmis skáld sem áttu
eftir að gera garðinn frægan síðar á 19. öld, auk þess sem merkar ljóðaþýðing-
ar hafi birst í tímaritinu.
ímyndunarveruleiki er ein leið til að nálgast liðna tíð. Gísli Gunnarsson
sagnfræðingur veltir því fyrir sér hver viðbrögð landsmanna og danskra yfir-
valda hefðu orðið ef ekki hefði gosið í Vestmannaeyjum árið 1973 heldur
tveimur öldum fyrr, 1773. Annar sagnfræðingur, Sif Sigmarsdóttir, fjallar um
samskipti Jóns Leifs og Páls ísólfssonar í tengslum við ráðningu tónlistar-
stjóra að Ríkisútvarpinu.
Skírnismál eru sem fyrr vettvangur skoðanaskipta í fræðunum. í haust-
hefti Skímis 2001 gagnrýndi Loftur Guttormsson einsögurannsóknir Sigurð-
ar Gylfa Magnússonar og birtist hér fyrri svargrein Sigurðar. Jón Karl Helga-
son bregst við ritdómum um skrif sín um íslenska menningarsögu og ræðir í
því sambandi um eignarhaldið á Islenzkri menningu Sigurðar Nordals.
í greinum um bækur fjallar Már Jónsson um greinasafn Stefáns Karlsson-
ar, Stafkróka, og Ulfhildur Dagsdóttir rýnir í skáldsögu Sjóns, Með titrandi
tár.
Skáld Skírnis er Bragi Ólafsson og birtast hér textar úr verki í vinnslu sem
hann nefnir „Við hinir einkennisklæddu“. Myndlistarmaður tímaritsins er
Ólafur Elíasson og fjallar Auður Ólafsdóttir um list hans í lok þessa heftis.
Svavar Hrafn Svavarsson og Sveinn Yngvi Egilsson