Skírnir - 01.09.2002, Page 10
232
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
og fullvissa um að í myndlíkingunum fælist galdur kvæðanna og
snilli skáldanna. Má þar fremsta nefna frændurna og skáldin
Snorra Sturluson og Ólaf Þórðarson sem rituðu bækur sínar,
Snorra Eddu og Þriðju málfræðiritgerðina, fyrir og um miðja 13.
öld. Þeir nálguðust dróttkvæðan kveðskap úr ólíkum áttum, en
glímdu báðir við að sætta skáldskapinn og þann ólgandi nútíma
sem þeir hrærðust í. Snorri Sturluson skrifaði óðfræði og bjó
ungum skáldum í hendur gagnlega kennslubók í skáldskapar-
fræðum dróttkvæða, en Ólafur Þórðarson tengdi íslenskan kveð-
skap við erlendar kennslubækur með afar frumlegum hætti. Ólaf-
ur og Snorri voru ekki aðeins fræðimenn um skáldskap, heldur
meðal virtustu skálda sinnar tíðar. Rit þeirra gera okkur kleift að
bera saman umhugsun fræðimannsins um eðli skáldskaparins og
skáldskapinn sjálfan, og er slíkt tækifæri fágætt í íslenskri bók-
menntasögu. Svo vill til að flest skáld 12. og 13. aldar eru þekkt,
og má því tengja hugmyndir skáldanna við félagslegan og menn-
ingarlegan bakgrunn þeirra. Kveðskapurinn er sumpart tengdari
samtíma sínum en lausamálstextarnir, sem sjaldnast er vitað hver
setti saman, og þess vegna er forvitnilegt að kafa djúpt ofan í vís-
ur frá þessum tíma og sjá hvaða mynd hugsun skáldanna tekur á
sig-
I þessari grein mun ég athuga hvernig kenningasmíðin og yrk-
isefnin afhjúpa umhugsun skálda og fræðimanna um heimspeki og
guðfræði. Sjónum verður beint að myndlíkingum um hinn sýni-
lega og ósýnilega líkama sem gefa óvæntar vísbendingar um hug-
arfar og lærdóm skáldanna. I þessu skyni mun ég beina athyglinni
að afmörkuðum köflum í verkum Snorra og Ólafs sem sýna vel
hve kennsla í skáldskaparfræði dróttkvæðanna var tengd trúfræði-
legri og heimspekilegri umræðu samtímans. Líkami Krists, sýni-
legur á krossinum og andlegur í sakramentinu, er þar alltaf nálæg-
ur, og ég lýk umfjölluninni á hinni merkingarþrungnu mynd af
Kristi krossfestum, með Jóhannes postula og Maríu guðsmóður
sér til hvorrar handar. Sú mynd er ekki aðeins algeng í íkónagraf-
íu miðalda, heldur er hún alls staðar nálæg í trúarkveðskap. Ein sú
áhrifamesta er varðveitt í vísu eftir Kolbein Tumason, einn list-
fengasta myndasmið dróttkvæðanna.