Skírnir - 01.09.2002, Page 12
234
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
Það sem sameinar gerðir Skáldskaparmála í handritum er ekki
síður áhugavert en það sem skilur þær að. Það kemur t.a.m. á óvart
að kenningar um líkamann eru á ‘vitlausum’ stað, ef svo má að
orði komast, í öllum handritum Skáldskaparmála. Þær eru hafðar
allra síðast, aftan við heitin og þar með eru tengslin rofin við um-
fjöllun um aðrar kenningar. Skiptingin á milli heita og kenninga er
vissulega ekki einhlít í Skáldskaparmálum, en þetta er þó megin-
reglan. Kaflinn um líkamann var ennfremur sá kafli sem hinir
ólíku ritstjórar handrita Skáldskaparmála hreyfðu minnst við.
Þessi fastheldni er mjög forvitnileg, því að Skáldskaparmál voru
jafnan klippt og skorin á alla kanta af ritstjórum handritanna.7 I
Ormsbók, einu aðalhandriti Snorra Eddu frá miðri 14. öld, eru
Skáldskaparmál klofin í tvo hluta. Fyrri hlutinn, um kenningarn-
ar, er staðsettur á milli Gylfaginningar og formálans að málfræði-
ritgerðunum, sem nefndur var í upphafi, en kaflinn um heitin
kemur stakur síðast í handritinu og þar á eftir lýsingin á holdlegu
líkingamáli. Því miður eru blöð glötuð úr handritinu á þessum
stað og einungis brot varðveitt, en einmitt þar er fjallað um
mannslíkamann.8 Umritun ritstjóra Ormsbókar var ekki þar með
lokið, því að hann vitnar til vísna til þess að skýra kenningarnar
um mannslíkamann og eru öll dæmin tekin úr samtímakveðskap.
Það kvæðaval stangast algerlega á við meginhugsun Skáldskapar-
mála, eins og hún birtist í öllum öðrum gerðum verksins, sem er
sú að einungis er vitnað í vísur sem eru frá 12. öld eða eldri. En
hver gæti skýringin verið?
Staðsetning kaflans um kenningar um mannslíkamann - aftast
í Skáldskaparmálum og úr samhengi við aðrar kenningar - gæti
bent til þess að kaflinn hafi verið nýmæli í því samhengi sem hann
er varðveittur í Snorra Eddu og umritun ritstjóra Ormsbókar
rennir frekari stoðum undir þá tilgátu. Álykta má sem svo að
7 A-handrit Skáldskaparmála (AM 748 Ib 4to) er gott dæmi um endursköpun
verksins í handritum. 1 því handriti eru eftirfarandi verk: 1. Örstutt brot úr
Fimmtu málfræðiritgerðinni; 2. Þriðja málfræðiritgerðin; 3. Litla Skálda og kafli
um Fenrisúlfinn. 4. Skáldskaparmál; 5. Sérstök gerð Þulna; 6. Latnesk grein um
euphonia; 7. íslendingadrápa eftir Hauk Valdísarson. Sjá nánar Guðrúnu Nordal
2001a:57-64.
8 Johansson 1997:64-66.