Skírnir - 01.09.2002, Qupperneq 13
SKÍRNIR
AÐ HUGSA í MYNDUM
235
kenningarnar um mannslíkamann hafi ekki tilheyrt hinu klassíska
íslenska myndmáli sem höfundur Skáldskaparmála hafði leitast
við að miðla til ungra skálda, og því ekki mögulegt að tilfæra
kenningar hinna fornu höfuðskálda, eins og segir í fyrsta hlutan-
um,9 því að þær hafi einfaldlega ekki verið til. Þetta sé nýtt mynd-
mál, sem spretti upp úr menningu og hugmyndaheimi 12. og 13.
aldar. Hvort sem kaflinn um kenningar mannslíkamans er upphaf-
legur í Eddu Snorra Sturlusonar, eða síðari tíma viðbót, er ljóst að
hann hefur notið vinsælda á 13. og 14. öld, því að hann er að finna
í öllum handritum Skáldskaparmála, sem sum varðveita þó ein-
ungis úrval og mjög stytta útgáfu verksins.
Tvö önnur rit um skáldskap frá sama tíma, Litla Skálda og Þul-
urnar, bera vott um sama áhuga á líkamlegu myndmáli. Litla
Skálda er líklega samin á eftir verki Snorra en eigi síðar en á síðari
hluta 13. aldar og geymir útlistun á myndmáli dróttkvæðanna í
mjög knöppu formi. Hún er aðeins varðveitt í A- og B-handritum
Snorra Eddu. Höfundur Litlu Skáldu fjallar nánar um myndmál
um líkamann en gert er í Skáldskaparmálum. Þar er t.d. lýsing á
myndmáli um nefið, sem er sleppt í Skáldskaparmálum, en skipt-
ir miklu í kveðskap Egils Skallagrímssonar.10 Kaflinn um lík-
amann kemur í Litlu Skáldu á eftir líkingamáli um manninn og
konuna, en strax á undan sköpunarsögunni um Ymi, sem er skýrð
með tveimur vísum úr Grímnismálum (40-41), sem einnig eru
notaðar í Gylfaginningu til skýringar á sköpun heimsins. Þessi
tenging líkamans, míkrókosmos, við goðsöguna um sköpun
heimsins, makrókosmos, er engin tilviljun í íslenskri skáldskapar-
fræði, eins og ég kem að síðar, því kenningarnar bera þeim tengsl-
um óræk vitni.
Þulurnar renna frekari stoðum undir þessa tilgátu. Þær geyma
langa lista yfir heiti um mikilvægustu myndlíkingar skáldsins.
Myndmál um líkamann er ekki að finna í þeim Þulum sem varð-
veittar eru í Konungsbók og Trektarbók Snorra Eddu, en í A-
handritinu, sem einnig geymir Litlu Skáldu, er varðveitt viðbót
9 Skáldskaparmái.b.
10 Sjá t.d. í vísu Egils um Ásgerði, þar sem hann lýsir nefinu sem brúna foldar
miðstallr (Egils saga: 148, 23. v.).