Skírnir - 01.09.2002, Page 14
236
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
sem er merkileg fyrir margra hluta sakir. í fyrsta lagi er hér lýst
myndmáli um líkamann: fyrir hugann (sem er snar þáttur í mynd-
máli um líkamann, t.d. um brjóstið), hjartað og hendur; og í öðru
lagi eru hér ekki eingöngu tilfærð dæmi undir fornyrðislagi, held-
ur er bætt við vísum undir dróttkvæðum hætti, m.a. eftir Einar
Skúlason, eitt helsta höfuðskáld Snorra Eddu. Höfundur þessar-
ar gerðar Þulnanna sprengir þannig form þeirra vegna þess að
efnið krefst þess; það þurfti að beita nýrri aðferð, nota öðruvísi
dæmi.
Það blasir því við að myndmálið um líkamann var í stöðugri
endurnýjun í fræðilegri umræðu um skáldskap á 13. og 14. öld,
sem er vísbending um mikilvægi þess í myndheimi skáldanna. En
af hverju var mannslíkaminn svo áleitin myndlíking að honum
þurfti að gera ýtarleg skil í handritum Eddu? Eg tel að skýringar-
innar sé að leita í menningu og hugmyndaheimi 12. og 13. aldar
sem kallaði á breyttar áherslur og stílbrögð.
Timaeus (gr. Tímajos) eftir Platon var eitt vinsælasta ritið í evr-
ópskum skólum á 12. öld, ekki aðeins sem kennslutexti, heldur
hafði það mikil áhrif á skáldskap og heimspeki þess tíma. Hluti
verksins í þýðingu Calcidiusar, og með skýringum hans, varð
þekktur á miðöldum, og þessi partur Timaeusar var einmitt fyrir-
mynd svokallaðra heimsfræðinga (t.d. Williams frá Conches og
Thierrys frá Chartres) í útleggingum þeirra á sköpun heimsins,
náttúrunni og eðli heimssálarinnar.11 I Timaeusi lýsir Platon
heiminum sem hinu mikla smíðaverki guðs, sem heimsfræðing-
arnir líktu við guð almáttugan, rétt eins og gert er í Prologus
Eddu.12 Og fleiri tengingar má finna á milli Timaeusar og Snorra
Eddu. Platon hafði lagt til grundvallar heimslýsingu sinni goðsögu
og Snorri Sturluson fetar svipaða slóð í frásögn sinni af sköpun
heimsins úr líkama Ymis í Gylfaginningu.13 Heimurinn var skap-
11 ‘Heimsfræðingur’ er tilraun til þýðingar á ‘cosmologist’, sem Wetherbee (1988)
notar um hugsuði og skáld undir áhrifum frá nýplatónistunum. Wetherbee ger-
ir góða grein fyrir heimspeki og hugmyndafræði þeirra í tilvitnaðri heimild.
12 Sjá grein Dronke 1977.
13 Guðrún Nordal 2001a:273-277. í Timaeusi er heimurinn (makrókosmos) ekki
skapaður úr míkrókosmos heldur öfugt.