Skírnir - 01.09.2002, Side 16
238
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
kirkju og kristni. Líkaminn var míkrókosmós fyrir alheiminn. Má
nefna í því samhengi bæði trúarleg rit, eins og hina íslensku þýð-
ingu á Elucidariusi eftir Honorius Augustodunensis (ritað um
1100),17 og veraldleg, eins og Ræða gegn biskupunum, frá um
1200, sem er sögð eftir Sverri konung, þar sem ólíkum stéttum er
líkt við líkamspartana. Kirkjan er höfuðið en þeir lægst settu
fæturnir.18 Þetta líkingamál er alþekkt í sagnfræðiritum miðalda
og líkamlegt táknmál átti greiða leið inn í myndmál dróttkvæða.
Islensk skáld hafa auðveldlega komist í snertingu við þessar hug-
myndir, jafnt í Noregi sem annars staðar.
Kveðskapur 12. og 13. aldar geymir mjög merkar myndlíking-
ar sem lýsa mannslíkamanum, og sýna glöggt hugmyndaleg
tengsl skáldanna við guðfræði og nýplatónska heimspeki síns
tíma. Orðin eru íslensk og virðast í fljótu bragði skiljanleg, en
kunnum við að leggja í þau skilning skáldsins og skiljum við
hugsunina? Það er nauðsynlegt að spyrja sig þessara spurninga
því að í hárnákvæmri og hugmyndaríkri orðanotkun felst snilld
og hugsun skáldanna. Með orðum búa skáldin til hinar sérkenni-
legu kenningar, myndhverfingar sem snúa upp á venjulega merk-
ingu orðanna, þar til inntakið er afhjúpað á síðasta reit. Hvað er
flókið við orð eins himinn, heimur og regn'í Eru þessi fyrirbæri
ekki þau sömu í dag og á miðöldum? Jú - en ekki er allt sem sýn-
ist því að orðin skírskota í margar áttir, eins og t.d. kenningin
heila himinn. Sú mynd bendir til líffræðilegs áhuga og kos-
mólógísks þankagangs í anda nýplatónistanna. Skáldið kryfur
höfuðið, og fullkomnar myndina með því að líta til himins. Þeg-
ar kenningar um höfuðið eru kortlagðar er mikilvægt að átta sig
á því hvaða orð eru notuð, og hvort þau séu notuð í annars kon-
ar kenningum. Með þeim hætti má hugsanlega skýra merkingar-
tengsl milli fyrirbæra sem virðast í fyrstu óskyld, en eru það alls
ekki. Þannig eru t.d. greinileg tengsl á milli kenninga um höfuð-
ið og himininn, um augun og stjörnurnar, regn, snjó og tárin, sem
sýna hugmyndafræðilegan skyldleika þeirra. Þessi fyrirbæri eru
17 Sjá kaflann „Um líkama Krists“ í 1. bók Elucidariusar:75-7b.
18 En Tale mot Biskopene:\-2.