Skírnir - 01.09.2002, Page 18
240
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
ingum um himininn, rétt eins og í höfuðkenningum, og svo mætti
lengi telja.23 Mörg skáldanna, t.d. Gunnlaugur Leifsson, Sturla
Þórðarson og Snorri Sturluson, nota þetta kosmólógíska mynd-
mál á mjög meðvitaðan hátt í heilu vísunum, og beita þar með
svokölluðum nýgjörvingum. Þau eru hin lærðu skáld, sem fága
mál sitt og hugsun.
III
í Þriðju málfræðiritgerðinni setur Ólafur Þórðarson dróttkvæðin
í samhengi við fræðigreinina grammatica, sem var undirstöðu-
námsgrein í öllum skólum í Evrópu á miðöldum. Nafn greinar-
innar er villandi nú á dögum, því að í henni fólst ekki einvörðungu
nám í latínu og stafsetningu, heldur ekki síður kennsla í mál-
skrúðsfræði, sem snerist m.a. um leiðsögn í notkun stílbragða og
líkingamáls. Ritgerð Ólafs er dæmigerð kennslubók í grammatica.
Hún er tvískipt. I fyrri hlutanum ræðir hann um hljóðfræði og
stafsetningu og er sá hluti byggður á alþekktri kennslubók Prisci-
anusar, Institutiones, en í síðari hlutanum staðfærir hann aðra
kunna skólabók miðalda, þriðju bók Ars maior eftir Donatus, og
greinir frá stílbrögðum og myndlíkingum í riti hans með vísun í
kenningasmíð íslenskra dróttkvæðaskálda í stað þess að þýða lat-
ínutilvitnanir frumtextans. Umtalsverður hluti textans er því
kominn frá Ólafi, þ.e.a.s. íslensku kvæðadæmin og túlkun hans á
þeim í ljósi klassískra stílbragða. I ritgerðinni kemur glöggt fram,
bæði þar sem Ólafur byggir á Donatusi og í viðbótum hans sjálfs,
að kenningar og myndlíkingar beri að túlka, til þess að merking
(eða sen) þeirra verði ljós. Myndmálið er ekki til skrauts, heldur
gefa líkingarnar skáldinu tilefni til að kanna eðli þeirra fyrirbæra
sem þær lýsa. Síðasti kafli ritgerðarinnar fjallar um þrettán kyn-
kvíslir myndlíkinganna eða trópanna, sem í raun er notkun orða í
óeiginlegri eða myndrænni merkingu. Ólafur orðar það svona:
En trópar þessir eru framfæring náttúrulegra sagna og sena [eða merk-
inga], er varðveita ýmislegt yfirbragð pentaðra málsgreina.24
23 Sjá fleiri dæmi í Tools of Literacy (Guðrún Nordal 2001a:285-290).
24 Þriðja málfrœðiritgerðin: 101-102.