Skírnir - 01.09.2002, Síða 19
SKÍRNIR
AÐ HUGSA f MYNDUM
241
Hér er ástæða til að nema staðar við lýsingarorðið pentaður, sem
dregið er af penta, að mála eða teikna, og í þeirri merkingu er það
notað í íslensku fornmáli.25 Ólafur lýsir kenningum og líkingum
skáldanna sem máluðum myndum er lýsi náttúrulegum fyrirbær-
um, þótt ekki sé það augljóst í fyrstu. Því má segja að ég geti með
leyfi Ólafs líkt myndsmíði í dróttkvæðum kveðskap við áþreifan-
legar myndir sem eigi sér viðspyrnu í hugmyndaheimi skáldsins.
Tvö dæmi sýna þetta glögglega.
Þrettándi og síðasti trópinn sem Ólafur lýsir í ritgerð sinni er
kallaður homoesosis sem er „auðsýning eins hlutar um líking ann-
ars hlutar, þess er meir er kunnugur,"26 en hann hefur þrjár kyn-
kvíslir: íkon, parabola og paradigma. Eins og annars staðar í rit-
gerðinni fylgir Ólafur Donatusi í skilgreiningu á hugtakinu, en
síðan þarf hann að finna hentug dæmi úr íslenskum kveðskap til
að skýra trópana. A þessum lokapunkti í ritgerðinni velur hann
trúarleg dæmi til að skýra mál sitt, annars vegar myndlíkingu um
heiðið goð og hins vegar trúarlegt myndmál sem geymir andlega
merkingu.27
Ikon er „samjafnan tveggja persóna eða þeirra tilfella," segir
Ólafur.28 Hann tilfærir dæmi úr vísu Snorra Sturlusonar um norska
höfðingjann Gaut af Meli, og er hún einnig varðveitt í Hákonar
sögu Hákonarsonar eftir Sturlu Þórðarson, bróður Ólafs. Snorri
er við hirð Skúla hertoga, og er vísan kynnt með þessum hætti í
sögunni:
Hertogi spurði einn dag Snorra Sturluson í skemmtan hvort það væri satt
að „þér segið að Óðinn sá er atti saman fornkonungum héti Gautur öðru
nafni.“ „Satt er það herra,“ kvað Snorri. „Yrk nú vísu,“ segir hertogi, „og
seg hversu mjög þessi líkist þeim.“29
25 Sjá t.d. textann um líkneskjusmíð íAlfrœði 1:91.
26 Þriðja málfrœðiritgerðin: 116.
27 í túlkun á ritningunni var lögð áhersla á fjórfalda merkingu orðanna, hina bók-
staflegu, hina allegórísku, hina siðferðilegu og hina anagógísku, eða andlegu, sjá
t.d. de Lubac 1998 (1959):1—14 og Smalley 1978 (1941):1—27 og 242-246. Eins
og sjá má á útleggingum Ólafs er hann með þessa skiptingu í huga í túlkun sinni
á vísu Nikulásar Bergssonar.
28 Þriðja málfrœðiritgerðinúXb.
29 Hákonar saga Hákonarsonar:573.