Skírnir - 01.09.2002, Page 21
SKÍRNIR
AÐ HUGSA í MYNDUM
243
hana handbók fyrir pílagríma sem kölluð er Leiðarvísir. Varðveitt-
ar eru eftir hann fjórar vísur sem bera skáldskapargáfu hans vitni
og einnig hæfileika til að flétta guðfræðilega þekkingu inn í drótt-
kvæðan brag. Vísan í Þriðju málfræðiritgerðinni er tvískipt að
formi, eins og vísa Snorra. I fyrri hlutanum er vitnað í ritningar-
grein í Gamla testamentinu, en í hinum síðari er lagt út af henni
með vísan í atburði Nýja testamentisins. Slík tvískipting, að bera
saman atburði Gamla og Nýja testamentisins, er alþekkt í bibl-
íutúlkun.35 Nikulás nefnir engin nöfn í fyrri helmingnum, en lýs-
ir því er tveir menn bera á milli sín vínþrúgur á stöng einni. Vísan
hljóðar svo:
Tveir hygg eg að ber bæri
beitnárungar heitnu
stund er lífs á landi
löng meðal sín á stöngu.
Það kníðu ber báðir
bergr oss trúa krossi
svo hefir aldin guð goldið
gyðingr og heiðingi.36
Vísa Nikulásar er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún geymir
hvort tveggja í senn beina tilvitnun í ritninguna, 4. Mósebók,
13.23,37 og guðfræðilega útleggingu á ritningarstaðnum, eins og
um hómilíu væri að ræða.38 Myndmálið er skorinort og hnitmið-
að, en vísar í ríkulegan túlkunargrunn. Nú vill svo til að þessi hluti
Biblíunnar er varðveittur í íslenskri þýðingu frá miðöldum. Skoð-
um fyrst umræddan ritningarstað í Stjórn II:
35 Lange 1958:76.
36 Samantekt á vísunni er eftirfarandi: Hygg eg, að tveir beitnárungar bæri ber
meðal sín á stöngu; stund er löng á heitnu lífs landi. Það ber kníðu krossi báð-
ir, gyðingr ok heiðingi; trúa bergr oss, svo hefir guð goldið aldin. (beit: skip;
heitnu landi; kníðu: knýja = slá) (Þriðja mdlfræðiritgerðin: 117; Skj BI,
1912:547).
37 Ritningargreinin hljóðar svo á latínu: „pergentesque usque ad torrentem Botri
absciderunt palmitem cum uva sua quem portaverunt in vecte duo viri de mal-
is quoque granatis et de ficis loci illius tulerunt" (Vulg Num. XIII.23. Texta
Vulgötu má nálgast á vefslóðinni http://www.wts.edu/biblegateway.html).
38 Sjá grein Louis-Jensen 1981:330-336.