Skírnir - 01.09.2002, Page 22
244
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
Sendimenn Moysi foru eptir þui sem hann baud þeim ok rannsokudu
landit ok toku einn uinuid af landinu ok hofdu med sier. Hann uar suo
mikill. at tueir menn baru hann aa staung medal sin,39
Þýðingin í Stjórn er varðveitt í handriti frá 14. öld, en virðist vera
gerð á öndverðri 13. öld; þó á hún eflaust enn eldri rætur, eins og
vísa Nikulásar gefur til kynna. Orðalagið í vísunni er svo til sam-
hljóða skáletruðu orðunum í fyrrnefndri ritningargrein og því er
hugsanlegt að Nikulás hafi þekkt samstofna þýðingu um miðja 12.
öld. Við eigum fjölmörg dæmi um biblíutilvitnanir fyrir daga
Stjórnar á 12. öld, t.d. í Hómilíubókinni, en erfitt er að færa rök
fyrir skipulegu þýðingarstarfi löngu fyrir 1200. Ian Kirby hefur
gert rækilega athugun á sporum Biblíunnar í íslenskum miðalda-
textum, en nefnir ekki þessa vísu Nikulásar.40 En vísan sýnir svo
að ekki verður um villst að dróttkvæði varðveita forvitnilegar
heimildir um þekkingu og útleggingu á ritningunni, jafnvel beinar
tilvitnanir, þó að þröngt sé um textann í hinum stranga drótt-
kvæða brag. Þessi ritningargrein hefur hugsanlega haft áhrif á fleiri
íslensk skáld en Nikulás ábóta. Frásögnin af sendimönnum Móse
virðist hafa orðið hvati að trúarlegri túlkun á Vínlandsferðunum,
eins og Northrop Frye hefur bent á.41 Nikulás tengir ritningar-
staðinn ekki við íslenska atburði, en það er umhugsunarvert hvort
hann hafi orðið skáldinu sérstakt viðfangsefni vegna samjafnaðar
við fund Vínlands - eða jafnvel landnám Islands.
Nikulás ætlar sér meira en að vitna í ritninguna; hann tengir at-
burði Gamla testamentisins við ævi Krists eins og alsiða var í bibl-
íutúlkun.42 I útleggingu Nikulásar eru eftirfarandi atriði eftirtekt-
arverð:
39 Stjóm:325 (stafréttur texti eftir útgáfu).
40 Kirby 1976:16-17.
41 „... there is an echo of Numbers 13:23 and, more important, a most suspicious
symmetry. Symmetry, in any narrative, always means that historical content is
being subordinated to mythical demands of design and form, as in the Book of
Judges“ (Frye 1982:43). Sjá einnig Sverri Tómasson 2001:36-37.
42 Sjá t.d. De Lubac I 1998 (1959):225-267; Smalley 1978 (1941):l-27, 242-246;
Schottmann 1973:80-81.