Skírnir - 01.09.2002, Side 23
SKÍRNIR
AÐ HUGSA í MYNDUM
245
1. Kristi er líkt við vínviðinn sem borinn er út úr Jórsalalandi;
2. Guð hefur gefið okkur aldinið, þ.e. Krist;
3. Trúin bjargar okkur;
4. Gyðingur og heiðingi slá berið (þ.e. Krist) á krossinum.
Ólafur Þórðarson fylgir þessum efnisatriðum eftir í skýringu sinni
á vísunni, jafnvel þó að hann sé bundnari túlkun á málskrúði en
trúfræðilegum atriðum:
Hér er vorum herra Jesú Kristi jafnað til vínbers þess, er sendimenn gyð-
inga báru af Jórsalalandi, þá er þeir voru á eyðimörk, en krossinum til
stangar þeirrar, er þeir báru berið á. Hér er framfæring og óeiginleg líking
milli tveggja hluta í misjöfnu kyni, guðssonar og vínbers. Enn svo sem
vínberið gefur hinn hæsta drykk til viðurlífis mönnum, svo gefur guðs
son andlegt líf öllum réttrvöndum mönnum í úthellingu síns blóðs, þess
er hversdaglega snýst af víni og vatni að hverri rétt sunginni messu. Tveir
menn er berið báru, merkja tvennar þjóðir er að váru píningu guðs sonar,
það eru gyðingar og heiðnir menn og er þar íkon milli jafnra kynja.43
I huga nútímalesanda virðist slík útlegging langsótt og flókin, en
hún er fullkomlega eðlileg í því fræðilega samhengi sem hún er
varðveitt í. Myndin {figura) af líkama Krists krossfestum í helgi-
myndalist og trúarritum miðalda umhverfist í leyndardóm hins
heilaga sakramentis. Hin trúarlega umbreyting minnir á kenninga-
smíðina, „samjafnan tveggja hluta í ójöfnu kyni.“ Túlkun Ólafs
gengur ekki lengra en vísa Nikulásar gefur tilefni til. Myndlíking-
in flytur í senn siðrænan og trúarlegan boðskap. Samjafnaður
Krists og bers, og blóðs hans og hins heilaga sakramentis, er al-
menn í guðfræði þessa tíma, en þó er freistandi að velta fyrir sér
heimildum Nikulásar.44 Orðskýringahefð ritningarinnar átti sér
auðvitað langa hefð í ritskýringu Biblíunnar en slíkum orðalistum
með skýringum, svokölluðum distinctiones, var ekki safnað sam-
an skipulega fyrr en á síðasta fjórðungi 12. aldar, svo vitað sé, og
því ekki víst að slíkt verk hafi verið tiltækt Nikulási.45 Hins vegar
43 Þriðja málfrœðiritgerðin:\17-íl8.
44 Sjá t.d. Beckwith 1996:265-266.
45 Smalley 1978 (1941):246-249.