Skírnir - 01.09.2002, Síða 24
246
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
á sú hefð sér djúpar rætur að lesa atburði Gamla testamentisins út
frá ævi Krists, og því þarf í sjálfu sér ekki að benda á neina ákveðna
heimild Nikulásar. Hann hefur sem ábóti Benediktínaklausturs
væntanlega verið vel að sér í biblíuskýringum, auk þess sem hann
fór víða í pílagrímsför sinni. Mig langar þó að benda á tvær heim-
ildir sem hann gæti hugsanlega hafa þekkt. Freistandi er að nefna
ákveðna klausu úr bréfum Hieronymusar kirkjuföður. Hann var
þýðandi Biblíunnar á latínu, Vulgötu, og var, eins og segir í
Ágústínusar sögu, „túlkur heilagrar Biblíu.“46 Greining hans á
Biblíunni hafði því sérstakt vægi í miðaldaguðfræði. Klausan
hljóðar svo:
... duodecim exploratores mittuntur ad terram sanctam; botrus refertur
in ligno et Christi breuiter passio demonstratur.47
Hér er vínviðnum lýst með latneska orðinu lignum, en krosstré
Krists var jafnan auðkennt með því orði, og er enginn vafi á því að
vísað er í sjálfan krossinn.48 Hieronymus tengir þessa tvo atburði
saman í einni sviphendingu, með einni myndlíkingu og einu orði,
eins og íslenska skáldið Nikulás gerir í vísu sinni.
í vísu Nikulásar er tvíræð notkun á sagnmyndinni bergir.
Björn M. Ólsen túlkaði sögnina sem ‘að bjarga’, en líklegt er að
skáldið sé að leika sér með hina ofljósu merkingu þess að drekka
(þ.e. sagnorðið ‘að bergja’), sem er alvanaleg í hinu litúrgíska
máli, og þar með er dregin upp mynd af hinu heilaga sakramenti.
Mér virðist sem túlkun svipuð þeirri sem er í fræðiritinu Elucid-
arius, sem þýtt var á 12. öld, gæti einnig legið hér til grundvallar.
í kaflanum „Um líkama Krists" í fyrstu bók, þar sem sagt er frá
krossfestingu Krists, er vitnað til orða hans á skírdagskvöldi í Jó-
hannesarguðspjalli, að hann væri „satt vínber“, og því bætt við
að vínið „gerist af mörgum vínberjum og kreistingum, svo sam-
tengist líkamur Krists af mörgum réttlátum mönnum fyrir
þrönging manna.“49 Síðan segir: „svo snýst hver trúaður í hold
46 Agústínusar saga:14i.
47 Bréf 78.17: „Könnuðir eru sendir til landsins helga; vínberjaklasi er borinn aft-
ur á viðnum og passía Krists er stuttlega sýnd.“
48 Sjá s.v. lignurn í Niermeyer 1984 (1976).
49 ElucidariusO6-77.