Skírnir - 01.09.2002, Page 26
248
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
lengra komnir, hafi dregið dám af nýjustu hugmyndum í samtím-
anum.
Þetta síkvika samhengi milli formlegrar menntunar og drótt-
kvæða greiddi leið kristinna trúarhugmynda inn í dróttkvæðin.
Eitt mesta undur íslenskra bókmennta er að sú bókmenntagrein,
sem á greinilegastar rætur í heiðinni trú og samfélagi, er strax tek-
in í þjónustu hins nýja siðar. Færa má gild rök fyrir því að mikil-
vægi heiðins myndmáls og goðsagna í dróttkvæðum hafi einmitt
gert þau sígild í líkingu við skáldskap höfuðskálda klassískra lat-
neskra bókmennta, eins og Virgils og Ovidiusar. Elstu heimildir
okkar um kristnar trúarhugmyndir Islendinga er að finna í drótt-
kvæðum 11. aldar, sem gengu í munnlegri geymd þar til þau voru
sett inn í lausamálstexta 13. og 14. aldar. Sömu skáldin yrkja trú-
arleg kvæði og veraldleg. Eilífi Goðrúnarsyni, höfundi hinnar
heiðnu Þórsdrápu, er t.a.m. kennd ein elsta kristilega stakan. Svip-
aða sögu er að segja um skáld 12. og 13. aldar, s.s. Einar Skúlason,
Kolbein Tumason og Ólaf Þórðarson. Þau yrkja jöfnum höndum
kvæði um trúarleg og veraldleg efni.
Elstu heilu helgikvæðin eru frá 12. öld og eru þau varðveitt
sjálfstæð og utan lausamálsins; skýr greinarmunur er þannig gerð-
ur á heimildagildi þeirra og kveðskapar eldri skáldanna. Kvæði
Einars Skúlasonar, Geisli, sem hann flutti við skrín Ólafs helga í
Niðaróssdómkirkju 1152 eða 1153, er oft talið elst þessara
kvæða.51 Ekki er þó auðvelt að tímasetja 12. aldar drápurnar
Plácitus drápu, Leiðarvísan og Harmsól nákvæmlega innbyrðis,
þó að sterk tengsl virðist á milli þeirra. Plácitus drápa er eina
kvæðið um dýrling kirkjunnar sem til er heilt frá 12. öld. Það er
varðveitt sérstakt í handriti frá því um 1200, en kvæðið er þar
skrifað upp eftir eldri gerð og því gæti það hafa verið ort um miðja
12. öld.52 Þessi kvæði verða til á sama tíma og elstu hómilíur og
þýðingar á helgisögum úr latínu. Skáldin búa áreynslulaust um hið
trúarlega efni í fornum brag dróttkvæða og nota jafnvel heiðnar
kenningar. Það er eðlilegt að trúarskáldin hafi valið einmitt þenn-
51 í grein minni „Samhengið í íslenskum fornbókmenntum" fjalla ég um tilrauna-
starfsemi í þessa veru sem fór fram á 12. öld (Guðrún Nordal 2001b:96-103).
52 Louis-Jensen 1998:89-90.