Skírnir - 01.09.2002, Síða 27
SKÍRNIR
AÐ HUGSA í MYNDUM
249
an bragarhátt þegar menntun klerkanna í grammatica og virðing-
arstaða dróttkvæðanna í skólunum er höfð í huga.
Heimildir eru um þrjú 12. aldar kvæði um Jóhannes eða Jón
postula; eftir hinn óþekkta Gamla kanóka, sem líklega var uppi á
síðari hluta 12. aldar, Nikulás Bergsson og Kolbein Tumason (d.
1208), höfðingja Ásbirninga. Vitnað er til tólf vísna úr kvæðum
þeirra í eftirmála við Jóns sögu postula IV, svokallaða Litlu Jóns
sögu sem rituð var á 14. öld, og eignuð hefur verið norðlenskum
Benediktínum, Bergi Sokkasyni eða Arngrími Brandssyni. Jó-
hannes var mjög vinsæll dýrlingur á Islandi á miðöldum, margar
kirkjur voru helgaðar honum, og fjórar sögur varðveittar í 13. og
14. aldar handritum.53 Auk þess er hann víða teiknaður í skinn-
bókum, m.a. í hinni frægu Teiknibók þar sem dráttlistin var
kennd, og í því handriti sem geymir vísurnar tólf. Mig langar að
staðnæmast að lokum við þennan ástvin Jesú.
Aðeins í Litlu Jóns sögu eru dróttkvæðar vísur tengdar sögu af
helgum manni, ef frá eru taldar helgisögur af íslenskum biskupum,
einkum Guðmundi Arasyni. Höfundur Jóns sögu lýsir skáldskap-
argáfunni og þar með dróttkvæðum brag sem innblásnum af guði
sjálfum; hinn heiðni bakgrunnur skáldskaparmjaðarins er fjarri
huga hans:
Skáldin létu sér og girnilegt sýnast að sæma þenna guðs ástvin með þeirri
list, er þeim veittist af guði. Má þar til nefna fremsta persónu Nicholas
fyrsta og fremsta, Þverár munklífis ábóta í Eyjafirði, er bæði var gædd-
ur náttúrugjöfum og völdum mannkostum. Hann orti drápu sælum Jo-
hanni [...] Annan mann til óðgjörðar signaðum Johanni nefnum vér
Gamla kanúnk austur í Þykkvabæ. Hann orti drápu dýrlegum Jo-
hanni.54
53 Jóns saga postula I er í AM 652 4to (um 1250-1300), NRA 67 (um 1300—1325)
og pappírshandritinu AM 630 4to frá 17. öld, II er í AM 656 I 4to (1300-1400),
III í AM 623 4to (um 1325) og IV (Litla Jóns saga) er í AM 649 a 4to (um
1350-1400, en 5. blað er yngra, frá 1500-1600). Tvö skinnblöð geyma brot úr
Jóns sögu postula; AM 238 IV fol (um 1500) og AM 655 XIV 4to (um
1250—1275); ONP, 1989:305-306. Sjá yfirlit um helgi hans í bókinni Saints in
Iceland: Their Veneration from the Conversion to 1400 (Cormack 1994:
112-115).
54 Jóns saga postula IV:509-510.