Skírnir - 01.09.2002, Page 28
250
GUÐRÚN NORDAL
SKÍRNIR
Skáldin þrjú, Gamli kanoki, Kolbeinn Tumason og Nikulás
Bergsson, eru merkileg. Nikulás er nefndur fyrstur, en hann orti
vísuna um Krist sem notuð er í Þriðju málfræðiritgerðinni. Hann
er talinn vera höfundur áðurnefnds Leiðarvísis, ferðalýsingar píla-
gríma til fyrirheitna landsins. Raunar tengist eitt þekktasta helgi-
kvæði 12. aldar, Leiðarvísan, atburði sem þar er lýst, þegar sunnu-
dagabréfið, sem talið var ritað af Kristi, féll af himnum ofan í Jer-
úsalem.55 Leiðarvísan er auðugri af beinum biblíumyndum en
önnur heil helgikvæði frá þessari fyrstu öld helgikvæðaritunar og
hefðu þær myndir raunar átt einkar vel við á myndfleti málarans.
Dregnar eru upp skýrar myndir með skörpum dráttum, sterku
myndmáli og táknum, og þær raðast saman í kvæðinu líkt og
myndröð á miðaldaveggteppi. Annað skáld Jóhannesar postula er
Gamli kanóki, sem orti hið glæsilega kvæði Harmsól, sem er í
raun lofkvæði um Krist, en fjallar um syndina, játninguna og náð-
ina.56 Þriðja skáldið er hinn veraldlegi höfðingi Ásbirninga, Kol-
beinn Tumason.
I frásögn höfundar Jóns sögu postula er stigmögnun í tilvitnun
í þessi þrjú skáld, og raunar spinna vísurnar tólf þráð í gegnum
lífssögu hans. Höfundur Jóns sögu reifar lykilatriði í lífi Jóhann-
esar með Kristi í þessum vísum, og segir að lokum: „gefist sá
skilningur heyrandum sögu þessa, að tólfföld tala kyssir með
réttri skýring líf og algjörfi göfulegs Johannis."57 Lýsingin á post-
ulanum við hlið heilagrar guðsmóður við krossinn á sér þó rætur
í guðspjalli Jóhannesar og verður áleitin biblíumynd á miðöldum
og einstaklega áhrifarík í meðförum höfðingjans Kolbeins Tuma-
sonar.
55 Alfræði 1:27; Atwood 1996:223-224; Kedar og Westergárd-Nielsen 1978-79:
206.1 kvæðinu eru dregnar upp myndir af þeim atburðum Biblíunnar er gerð-
ust á sunnudegi eða á degi drottins. í Hómilíubókinni, sem rituð er á 12. öld,
er sérstök hómilía um drottins daga mál, þar sem sama efnið er rakið og í kvæð-
inu. Skyldleiki virðist á milli þessara texta og er Leiðarvísan gott dæmi um að
skáld á 12. öld hafi verið að þreifa fyrir sér, hvort trúarlegt efni hæfði hinum
skáldlega búningi - og öfugt.
56 Lange (1958) hefur fjallað ýtarlega um vísur Nikulásar (78-81) og Gamla
kanóka (81-84).
57 Jóns saga postula IV:512-513.