Skírnir - 01.09.2002, Page 35
SVERRIR TÓMASSON
Konungs lof
Noregs konunga tal í Flateyjarbók
I minningu
Hermanns Pálssonar
Noregs konunga tal heitir kvæði sem varðveitt er í Flateyjar-
bók. Engar heimildir eru til um hvernig það hefur ratað í þá bók
eða hvers vegna það hefur verið sett þar fyrir öndverðu. Flateyjar-
bók er, eins og kunnugt er, skrifuð á 9. og 10. áratug 14. aldar, en
kvæðið sjálft hefur verið talið frá lokum þeirrar 12. Flateyjarbók
hefst á öðru kvæði frá 12. öld, helgikvæðinu Geisla um Ólaf Har-
aldsson eftir Einar Skúlason. Það er naumast tilviljun að því hefur
verið valinn staður þar. Á eftir Geisla fara tvö önnur kvæði, Ólafs
ríma Haraldssonar og Hyndluljóð og því næst tekur við Eiríks
saga víðförla, eins konar leiðsla um hvernig norskur maður finnur
Ódáinsakur eða „jörð lifandi manna“ (Eiríks saga víðförla
1983:46). Sú saga er eins konar inngangur að sögum trúboða
Norðurlanda, þeirra Ólafs Tryggvasonar og Ólafs helga, en að
lyktum þeirrar sögu hefst Noregs konunga tal, veraldlegt kvæði
um konunga. Á eftir kvæðinu fer stutt frásögn sem kölluð hefur
verið Brenna Adams biskups, en strax þar á eftir byrjar Sverris
saga, síðan Hákonar saga og loks annálar. Segja má að þannig sé
efni bókarinnar tvískipt, rammað inn milli tveggja kvæða, andlegs
og veraldlegs efnis.
Bókagerð á miðöldum er að því leyti frábrugðin framleiðslu-
háttum nútímans að hver bók er oftast nær aðeins ætluð einum
kaupanda. Ekki verður nú annað séð en að verkkaupi Flateyjar-
bókar hafi verið einn, Jón Hákonarson í Víðidalstungu. í upphafi
bókar er hann skráður eigandi hennar í eins konar efnisyfirliti sem
af sumum fræðimönnum hefur ranglega verið kallað formáli. Það
er fyrir þær sakir merkilegt að þar er glögglega greint frá verkþátt-
um, hvað hver hafi skrifað og skrifararnir síðan nafngreindir. Jón
Skírnir, 176. ár (haust 2002)