Skírnir - 01.09.2002, Blaðsíða 43
SKÍRNIR
KONUNGS LOF
265
hafi aðeins staðið Sæmundur, en Magnús talið að átt væri við hinn
fróða mann, og ekki munað eftir Sæmundi Jónssyni, Loftssonar,
sem fæddur var 1154 og er ugglaust samvistum við Snorra Sturlu-
son í Odda. Ólíklegt er þó að Sæmundur Jónsson hafi viljað yrkja
lof um föður sinn, reisa bautastein að honum lifanda. Auk þess er
ekki vitað að hann hafi fengist við skáldskap. En í Odda var lær-
dómssetur og er ekki að efast um að þar hafi Snorri, og aðrir
skólapiltar, fyrst komist í kynni við innlenda og erlenda skáld-
mennt, sem bæði Sæmundur og Páll Jónssynir báru á borð fyrir
fóstbræður sína.
Þó að vísbendingar um þekkingu á goðsögnum Eddu séu fáar
í kvæðinu er það alveg í þeim anda sem Snorri vill að sé í lofkvæð-
um um konunga, lofinu er stillt í hóf. Og menn skyldu hafa í huga
að hafi Jón talið sig vera jafngildan konungum, og jafnvel að aðr-
ir hafi álitið hann vera það, er ekki ólíklegt að hann hafi rekið
einkaskóla í Odda, þar sem ekki aðeins voru stundaðar klerkdóm-
legar listir heldur einnig lögð drög að hirðlegu uppeldi ungra
manna, - og þá hlutu lofkvæði til hins fremsta höfðingja staðarins
að vera nær daglegt brauð skólapilta og áfangi til hins mesta frama
bæði á Suðurlandi og í öðrum fjórðungum. Kvæðið sýnir okkur
mynd aðalsmanns; Jón Loftsson birtist þar sem bonus vir, góður
maður, - um princeps patriae, einvaldskonung eða valdstjórn, er
ekkert sagt berum orðum, en jöfur hlýtur að renna upp af jöfra
kyni.
Þegar Magnús Þórhallsson skrifar upp Noregs konunga tal í
Flateyjarbók hefur það fyrir löngu glatað pólitísku gildi sínu, hafi
það á annað borð einhvern tíma haft það og ekki verið einungis
minnismerki um hugmyndir einnar kynkvíslar um vald sitt og
göfugan ættboga. Magnús hefur þó séð að kvæðið gat gegnt líku
hlutverki og Geisli, verið lærður inngangur, eins konar lof um ver-
aldarvafstur norsku konungsættarinnar um daga Sverris Sigurðar-
sonar og niðja hans, þjónað sem prologus praeter rem, innleiðsla
efnisins, eins og alsiða var að setja framan við verk á 14. öld.