Skírnir - 01.09.2002, Page 50
272
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
er að lýsa.11 Kongsbergkvæðið eftir Kingo er t.d. ort um silfur-
námur í Þelamörk í Noregi og tilefnið er að konungurinn er þar
á ferð og skoðar námurnar.12 Bent hefur verið á að í kvæðum
Kingos sé hið landfræðilega eða sögulega efni aldrei aðalatriðið;
hann noti þetta form til að koma ákveðinni hugsun eða boðskap
til skila. Því er nauðsynlegt að hafa samfélagslegt hlutverk landlýs-
ingarkvæða í huga.13 Loks má geta þess að sænski bókmennta-
fræðingurinn Stina Hansson hefur nýlega haldið því fram að meg-
intilgangurinn með Nordlands trompet eftir Petter Dass hafi alls
ekki verið þjóðernislegur (hvorki „norsk eller nordnorsk
‘nationalism’"), heldur eigi hann rót sína að rekja til þeirrar hug-
myndar endurreisnarmanna að fyrirbæri, sem ekki hefur verið lýst
eða fjallað um í rituðum heimildum, sé einfaldlega ekki til. Þess
vegna hafi Dass þótt nauðsynlegt að semja lýsingu á heimahögum
sínum, að draga upp ógleymanlega mynd af landsvæði sem frá
sjónarhóli lærðra manna í Kaupmannahöfn var fjarlægt, afskekkt
og ómerkilegt.14
Kvædi byggð d heimildum
Rannsóknir hafa sýnt að erlend landlýsingarkvæði eru oft byggð
á landfræðilegum ritum í lausu máli. Kvæði Kingos, Samsoes
Korte Beskrivelse frá 1675, er t.d. að miklu leyti byggt á riti P.H.
11 Martin Wittenberg: Thomas Kingos historisch-topographische Dichtung. Eine
Untersuchung von Inhalt, Stil und Sprache in ausgewdhlten Beispielen (Diss.).
Bonn 1972:194. Þar segir t.d. um landlýsingarkvæði Kingos að þau séu ævin-
lega „ein Buhlen um Gunst oder ein Zeichen der Dankbarkeit fiir grofiziigige
Förderung."
12 Thomas Kingo: Samlede skrifter II. Hans Brix, Paul Diderichsen og F.J. Bille-
skov Jansen (útg.). Kaupmannahöfn 1975:145-148.
13 Wilhelm Friese og fleiri hafa bent á mikilvægi þess að skoða kveðskap barokk-
tímans, einnig á Norðurlöndum, í tengslum við hlutverk hans í samfélaginu:
„Barockdichtung des Nordens ist nicht denkbar ohne ihre gesellschaftliche
Aufgabe. ... - alle Arten der Dichtung existieren allein durch die Funktion, die
sie im Dienst der menschlichen Gesellschaft zu erfúllen haben“ (Friese: tilvitn-
að rit, bls. 296).
14 Stina Hansson: „Nordlands Trompet i den svenska 1600-talslitteraturens ljus.“
Petter Dass og Norden. Sven Erik Forfang og Ivar Roger Hansen (útg.). Nesna
2002:89-102, einkum 91-92.