Skírnir - 01.09.2002, Page 52
274
MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR
SKÍRNIR
kvæðið".17 Með því er kvæðið tengt við rómantískan kveðskap á
19. öld en sá kveðskapur tengdist með ýmsum hætti sjálfstæðis-
baráttu Islendinga gagnvart Dönum. Eg tel að hægt sé að sýna
fram á að sú tenging sé tímaskekkja og auk þess sé verið að rugla
saman bókmenntagreinum. Hér gefst ekki rúm til að bera saman
bókmenntagreinarnar landlýsingarkvæði og ættjarðarkvæði en
telja má víst að þar komi fram gjörólíkar hugmyndir um land og
þjóð, einstakling og samfélag.
Landlýsingar í lausu máli
Eins og áður segir voru um þetta leyti samin nokkur rit í lausu
máli á íslandi til varnar erlendum óhróðri og til að gefa raunsanna
mynd af landinu. Fyrsta rit Arngríms lærða beindist gegn íslands-
lýsingu Goriers Peerse sem var Hamborgarkaupmaður og hafði
siglt til íslands oftsinnis um miðja 16. öld. Þetta var Brevis
commentarius de Islandia, prentað í Kaupmannahöfn 1593 með
inngangi eftir Guðbrand Þorláksson biskup.18 Þar kemur fram að
hið svæsna óhróðursrit Peerse kom út í Hamborg fjórum sinnum.
Biskup segir: „Og þetta gerist í því borgfélagi sem um langan ald-
ur hefir rekið verzlun sína á íslandi, með miklum ávinningi. Heit-
ir prentarinn Jóakim Leó, maklegur þess sannarlega, að hann yrði
ljónum að bráð.“19 Arngrímur leiðréttir ýmsar missagnir í þessu
riti, t.d. að grasspretta sé svo mikil og góð á íslandi að fénaður
kafni þar iðulega. Næsta rit Arngríms beindist hins vegar gegn
17 Páll Eggert Ólason: Menn og menntir sidskiptaaldarinnar á íslandi IV. Reykja-
vík 1926:559.
18 Jakob Benediktsson (útg.): Arngrimi Jonae opera latine conscripta 1-4. (Biblio-
theca Arnamagnæana 19-22). Kaupmannahöfn 1950-1957; hér 1 (1950):1—85.
19 Páll E. Ólason: tilvitnað rit (1926), bls. 107. Jakob Benediktsson: tilvitnað rit
(1950), bls. 6-7: „Et hic in illá civitate, quæ plurimos annos commercia sua
magno suorum cum lucro in Islandiá exercuit, impuné fecit. Ioachimus Leo
nomen illi est, dignus certé qui Leones pascat." („Og þetta gerði hann að ósekju
í þeirri borg sem í mörg ár hefur stundað verslun á Islandi með miklum gróða
til handa sínu fólki. Hann heitir Jóakim Ljón, vissulega verðugt ljónafóður.“ -
Tilvitnunin er úr ávarpi Arngríms til lesanda í upphafi Brevis Commentarius de
Islandia (1593).)